Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 110
118
ÚR VAL
um ríkisins, því að allt prent-
verk stendur undir umsjón
stjóranna.
Bankaseðlar allir eru því óinn-
leysanlegir, eftir því, sem það
var kallað á 19. öldinni, en þeim
gömlu er ávallt skipt fyrir nýja,
hvenær sem er.
Stefán B. Jónsson.
Til leiðréttingar og viðbótar
við grein eftir Gunnar M.
Magnúss í desemberhefti ÚR-
VALS 1961, skal eftirfarandi
tekið fram:
Faðir Stefáns B. Jónssonar,
Jón Guðmundsson frá Bíldhóli
og bóndi á Keisbakka, var lærð-
ur trésmiður og auk þess lista-
smiður á járn og kopar, en ekki
söðlasmiður.
Séra Jón Benediktsson og Jón
Sigurðsson forseti voru systkina-
synir, en ekki systrasynir. Móðir
séra Jóns var Helga, systir séra
Sigurðar Jónssonar á Hrafnseyri,
kona Bendikts Gabriels Jóns-
sonar.
Áður en Stefán B. Jónsson
fluttist að Reykjum lét hann
ryðja akfæran veg þangað frá
Grafarholti og fékk Helga bónda
í Reykjakoti (siðar Reykja-
hvoli), ekki á Reykjum, í Iið með
sér. Hófst þá fyrsta mjólkursala
úr Mosfellssveit til Reykjavíkur.
Stefán bjó á Suður- (eða
Syðri-) Reykjum i Mosfellssveit,
en ekki á Stóru-Reykjum.
Enn fremur var mynd, sem
fylgdi greininni, gerð eftir
rangri fyrirmynd. Hér birtist
rétt mynd.
Að leika á krákurnar.
FYRIR nokkrum árum sá ferðamaður í Mexíkó gamlan Indíána
hegða sér allskringilega á akri sínum. Hann gekk sífellt fram
og til baka um akurinn með poka um öxl og virtist hafa sömu
umsvif og þegar maður sáir, en hins vegar var pokinn tómur, og
ekkert sáðkorn féll í hina plægðu jörð. Aðspurður kvaðst hann
vera að leika á krákurnar, sem eltu hann og biðu Þess að gleypa
sáðkornið úr jörðinni. Þetta var alltaf vani bóndans á vori hverju.
Hann gekk svona um akurinn í þrjá daga. Þá voru krákurnar
orðnar vonluasar og fóru á önnur veiðisvæði. En eftir það tók
bóndinn að sá. — Det Bedste.