Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 26
34
ÚR VAL
eftir. LandiS er öldumyndað;
hryggir meS á aS gizka fimmtíu
meira millibili og milii þeirra
tíu til tólf feta djúpar geilar.
Ekkert bærSist þarna nema efsta
sandlagiS. Þetta er óhugnanlegt
umhverfi og minnir mann helzt
á tungliS. En á stöku staS eru
þó viSkunnanlegir blettir, trjá-
runnar og ávalar hæSir. Þar ork-
ar kyrrðin ekki óþægilega.
Fyrr á tinuim létu lífiS fjöl-
margir ferðamenn, sem ætluðu
sér að ferSast yfir þessi svæSi.
Og fram á síSustu ár hafa menn
orSiS þarna „úti“. En frum-
byggjarnir eru orSnir samgrónir
þessu umhverfi. Lög þau, sem
náttúran setur mönnum þarna
eru ströng, og þeir hlýSa þeim
skilyrSislaust.
Ástralskur vinur minn einn,
sem er bóndi og hefur haft tals-
verS kynni af frumbyggjunum,
fór meS mig á fund nokkurra
þeirra. Þetta var fyrir nokkrum
árum síSan. ViS ókum í Land-
Rover-jjeppa eftir 'asfaltsvegin-
um nokkrar mílur inn i landiS
en beygSum fljótlega af venju-
legri leið. Vini minum, sem sat
undir stýrinu, varS tíSlitiS á
áttavitann, sem hann hafSi meS-
ferðis. ÖSruvísi gat hann ekki
rataS yfir flatlendiS.
Ég leit í kringum mig og svip-
aSist um eftir kennileitum, en
sá fljótlega, aS það var ekki til
neins, því landslagiS var svo
sviplaust, og þaS sama endurtók
sig hvaS eftir annaS. Það glamp-
aSi á einstakt tré i fjarskanum,
og ný mauraþúfa kom í ljós.
Þetta sama var ég einmitt marg-
búinn aS sjá. Og saltflákarnir
voru liver öSrum líkir, flestir
eins og spurningarmerki í lögun.
Loks nálguSumst við náttstaS
einnar frumbyggjafjölskyld-
unnar. Þarna var húsbóndinn,
kona hans eSa luba, tvö börn
og hundurinn þeirra, dingo. Öll
héldu þau sig á mjög takmörk-
uðu svæSi, eSa i skugga litils
kletts.
„Þau halda upp á skuggann,"
sagði vinur minn „þeim er illa
viS aS láta sólina skína mikiS
á sig vegna útgufunarinnar en
hér úti er lítiS um vatn. Þau
færa sig kringum klettinn meS
skugganum.“
KarlmaSurinn, sem hallaði sér
upp aS klettinum, var yfir sex
feta hár. Fótleggir hans voru
grannir og mjög langir. Hann
var mjög vöSva- og beinaber,
án þess hægt væri aS segja, aS
hann væri magur. Dökkt háriS
var sítt og bartarnir loSnir.
RrúnastæSin voru mikil og
augnlokin til hálfs yfir augun-
um. ÞaS var eitthvaS við svip
hans, sem kom mér ekki vel