Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 84
92
U R V A L
þeirra, kunni Iíka talsvert fyrir
sér í þessu.
Eru hvalirnir bundnir sömu
fjölskjdduböndum og æöri land-
dýr? Líklegt virðist, að svo sé,
ef dæma skal eftir félagslyndi
þeirra og því, hversu kálfarnir
eru lengi á brjósti.
Árið 1933 gerðu Bretar víð-
tæka rannsókn á útbreiðslu
steypireiðarinnar og fengu úít
töluna 50 þúsund. En um þær
mundir voru steypireyðir helm-
ingur hvalveiðifengsins vegna
gæða lýsisins. Nú er þessi hlut-
fallstala komin niður fyrir fimm
af lnindraði. Langreyðunum,sem
er næst stærsta tegundin, hefur
einnig fækkað til mikiila muna.
Um hnúfubak er orðið svo litið,
að meðan verndunarsamning-
arnir voru í gildi, var hann frið-
aður alla daga ársins nema fjóra.
Afurðirnar af hvalnum eru nú
ekki Iengur jafnómissandi og
þær voru áður. Á stríðsárunum
og rétt þar á eftir kom kjötið og
lýsið í góðar þarfir, en nú ber-
ast vörur þessar i auknum mæli
úr ýmsum öðrum áttum. Þess
vegna er full ástæða til að krefj-
ast þess, að menn geri sér ekki
leik að því að gereyða þessarri
tilkomumiklu dýrategund.
Katakomburnar í Róm.
HINN 31. maí 1578 voru nokkrir verkamenn að vinna að upp-
greftri fyrir utan borgarmúra Rómaborgar. Er þei höfðu grafið
tíu rnetra niður í jörðina, féllu þeir skyndilega niður í neðan-
jarðarhvelfingu. Sér til mikillar undrunar sáu þeir þarna hvítar
marmaraplötur með inngreyptu letri og myndum og einnig lik-
kistur með litaskrúði. Síðan tóku Þeir eftir göngum, sem lágu
í ýmsar áttir. Það var hluti Rómaborgar, sem byggður hafði
verið niðri í jörðinni, er þeir höfðu fundið. Þeir höfðu komið
niður á kirkjugarð, sem kristnir menn höfðu forðum grafið. Um
700 ára bil höfðu Katakomburnar legið í gleymsku. Lengd jarð-
ganganna í þessari neðanjarðarborg eru samanlagt minnst 1000
km. Milljónir manna höfðu fengið hér sinn hinzta hvilustað. Á
mörgum stöðum hafa fundizt grafir, sem hafa legið í fimmfaldri
röð, hver niður af annarri, allt niður á 38 metra dýpi. Kata-
komburnar hafa varðveitt elztu myndirnar af Jesú og mörgum
postulum hans. —• Barnablaðið.