Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 155
HITLER OG ÞRItíJA RlKltí
163
Hittler sannfærður um að hér
byðist tækifæri til að steypa lýð-
veldinu, enda voru nánustu sam-
starfsmenn hans og stormsveita-
foringjarnir sömu skoðunar og
hvöttu hann eindregið að láta
til skarar skríða. Hitier sá, að
ef ríkisstjórninni ynnist tími til
að ráða fram úr öngþveitinu,
væri allt um seinan. Hann varð
að neyða þá, von Kahr, Lossow
og Seisser til óskoraðrar lið-
veizlh við sig og búa svo um
hnútana að þeir gætu ekki
brugðizt. Hann ákvað því að ná
þeim á sitt vald á fundi, sem
haldinn skyldi í stórri bjórstofu
í úthverfi Munchen þann 8. nóv.
en boðað hafði verið að þeir
þremenningarnir yrðu þar við-
staddir.
Þegar fundurinn var hafinn,
lét Hitler stormsveitir sinar um-
kringja bjórstofuna, ruddist síð-
an sjálfur inn i salinn þar sem
Kahr stóð i ræðustólnum. Hitler
stökk upp á borð, skaut af
skammbyssu sinni upp i loftið
til að vekja á sér athygli, hag-
nýtti sér síðan fátið sem greip
viðstadda til að ryðjast upp að
ræðustólnum, niiðaði skamm-
byssunni á von Kahr, hrakti
hann undan sér úr ræðustólnum,
hrópaði hárri röddu að bylting-
in væri hafin, byggingin um-
kringd 600 manns með alvæpni
— og bætti síðan við að stjórn-
um lýðveldisins og Bæjaralands
hefði verið steypt af stóii og
mynduð bráðabirgðastjórn, en
her og lögregla færu fylktu liði
um borgina undir hakakross-
fánum, og var það allt lygi.
En — skammbyssa Hitlers og
vélbyssur storinsveitanna voru
ekki nein biekking, og þegar
Hitler skipaði þremenningunum
að halda inn i herbergi bak við
salinn, hlýddu þeir mótþróa-
laust. Fundarmenn urðu sliku
felmtri gripnir, að Goering þótt-
ist verða að ávarpa þá— til-
kynnti að þeir hefðu ekkert að
óttast, „þeir eru að mynda nýja
landstjórn þarna inni“. Það var
satt svo langt sem það náði;
Hitler ógnaði þremenningunum
með skammbyssunni á meðan
hann bauð þeim æðstu sæti,
annaðhvort í nýrri Bæjaralands-
stjórn eða ríkisstjórn þeirri, sem
hann og Ludendorff væru að
mynda. Þremenningarnir létu
honum ósvarað og breytti engu
um, er hann hótaði að skjóta þá
fyrst og sjálfan sig á eftir. Þessu
liafði hann ekki reiknað með,
en lét krók koma inóti bragði;
fór fram í salinn og tiikynnli
fundarmönnum að þeir þrir
stæðu með honum að myndun
nýrrar ríkisstjórnar, og tæki
Ludendorff við yfirstjórn hers-
ins.
Þetta var víst ekki í fyrsta