Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 173
HVAÐ ER DAUÐINN ?
gjlTOJlHfJ
ngur flugniaður varð
u
fyrir bifreið í Þýzka-
landi í fyrra. í fjór-
ar vikur tókst að
haida honum lifandi
i sjúkrahúsi með öll-
beztu hjálpartækjum og
hjúkrun. En þó dó hann, án þess
að hafa nokkru sinni feneið með-
um
vitund aftur. Við líkskoðun kom
í Ijós, að hann hafði aldrei átt
von á bata vegna víðtækra heila-
skemmda.
Svona tilfelli eru ekki sjald-
gæf nú á dögum. Sjúklingarnir
haldast á lífi í þeim skilningi
að hjarta þeirra heldur áfram
að starfa og lungun að anda, þótt
þeir fái aldrei aftur meðvitund.
Þessi tilfelli orsaka andleg og
trúarleg vandamál.
Var þessi flugmaður lifandi
eða dauður meðan hann lá í
sjúkrahúsinu? Ef við segjum að
dauðinn sé ..endanleg stöðvun
á lifsnauðsynlegri starfsemi
likama dýrs eða plöntu“, var
hann vissulega á lífi, en sé hugs-
að um hina þrengri skýrgrein-
ingu, „missi andlegs lífs“, sem
er manninum vissulega verðmæt-
ara, þá koma fram þessar spurn-
ingar: Hvenær dó þessi ungi
maður? Hvenær yfirgaf sál hans
likamann? Átti hinn andlegi
dauði sér stað, þegar lieili lians
eyðilagðist, eða skildi ekki sál
hans við líkamann fyrr en öll
líkamsstarfsemin var hætt?
Aðrar framfarir í læknavís-
indum kunna að varpa nokkru
Ijósi á þetta. Eitt sinn var öruggt
merki um dauða að hjartað
hættti að siá. Hlutverk hjart-
ans er að dæla gegnum likam-
ann blóði, sem flytur fruinun-
um næringarefni og tekur frá
þeirn úrgang. Stöðvist blóð-
straumurinn, hljóta frumurnar
því að deyja. Nú á tímum kem-
ur oft fyrir, að hjarta sjúklings
hættir að slá meðan á uppskurði
stendur, eða undir öðrum kring-
umstæðum, en sé unnt að koma
því af stað aftur innan örfárra
mínútna, lifir sjúklingurinn
— Lesbók Morgunblaðsins.
181