Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 145
IIITLER OG ÞRIÐJA RÍKIÐ
153
|v r leið á mánudag-
inn þann 30. janúar,
hi 1933, jókst um allan
helming sú annar-
lega spenna, sem
gætt hafði undanfarna daga,
eða allt frá því er Adoif Hitler,
leiðtogi nazistaflokksins — sem
þá var orðinn fjölmennasti
stjórnmálaflokkur í Þýzkalandi
—• krafðist kanzlaraembættis-
ins sjálfum sér til handa. Enginn,
sem nokkuð þekkti til, gat verið
í vafa um að Weimarlýðveldið
væri komið að fótum fram. Hitt
vissu færri, að nýtt ríki var i
fæðingu þetta kvöld, og enginn,
hver áhrif það átti eftir að hafa,
ekki einungis á sögu Þýzkalands
heldur alla veraldarsöguna fram-
undan.
Þessa dagana höfðu furðuleg-
ar kviksögur komizt á kreik um
höfuðborgina. Sagt var að naz-
istar undirbyggju byltingu með
vopnavaldi, en verkamenn alls-
herjar verkfall. Sunnudaginn
29. janúar höfðu þeir síðar-
nefndu efnt til fjöldafundar í
Lustgarten í miðborginni til að
andmæla þvi að Hitler yrði-veitt
kanzlaraembættið.
Þennan sama dag æddi Hitler
fram og aftur um gistihússher-
hergið. Hann vissi hvað klukkan
sló. Um nærri mánaðarskeið
hafði hann átt i leynimakki við
leiðtoga hinna íhaldssömu
hægrimanna. Hann hafði orðið
að slá af þeirri kröfu sinni að
stjórn hans yrði eingöngu skip-
uð nazistum, aftur á móti lýstu
þeir sig samþykka þvi að hann
yrði kanzlari samsteypustjórnar-
innar, sem stæði óskipt að baki
honum við afnám Weimarlýð-
veldisins. Forsetinn einn Paul
von Hindenburg marskálkur, var
honum þar enn þröskuldur í
vegi. Siðast þann 20. janúar
hafði sá gráhærði öldungur lýst
yfir því, að hann hefði „alls
ekki i hyggju að gera þennan
austurriska liðþjálfa að ríkis-
kanzlara".
En Hindenburg var orðinn
sljór af elli, enda 86 ára gamall,
og svo fór að liann lét undan
fortiilum sonar síns og klíku
æðstu samstarfsmanna sinna.
Skömmu fyrir hádegi, mánudag-
inn þann 30. janúar, var Hitler
boðaður til fundar við Hinden-
burg í kanselleriinu. Sá fundur
réði miklum örlögum.
Nánustu „félagar“ Hitlers,
Goebbels, Ernst Roehm og
nokkrir aðrir, tóku sér stöðu
rti við glugga í Kaiserhof gisti-
luisinu, þíir sem þeir biðu þess
i ofvæni er Hitler kæmi út aftur;
þóttust vissir um að þeir gætu
séð erindislokin á svip hans.
„Við höfðum orðið að þola von-
brigðin of oft til jiess að við gæt-
um trúað og treyst á kraftaverk“,