Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 143
151
PÍPARMEY, sem var á því
skeiði, þegar ómögulegt er að gizka
á aldurinn, var á járnbrautarlest,
þegar hópur af bófum réðist á
lestina. Tveir bófar komu inn í
klefann. Annar hár maður og fríð-
ur sýnum, hinn lágur og heldur
ólögulegur.
— Við ætlum að taka alla pen-
inga af karlmönnunum, sagði sá
hávaxni, en kyssa konurnar.
— Við látum konurnar alveg
vera, áréttaði sá litli.
— Haltu þér saman, gall þá í
piparmeynni, hávaxni maðurinn
stjórnar þessu.
—□
UNGA nýgifta konan hafði verið
rniður sín mánuðum saman.Slapp-
leiki og alls - konar taugatruflun
hafði þjáð hana og heimilislækn-
inum hafði ekki tekizt að hjálpa
henni, þrátt fyrir góðan vilja og
ýmis meðul. — Nú skeði það áð
unga konan varð ófrisk og það var
eins og við manninn mælt; allir
kvillar roknir út í veður og vind.
—- Hún gat ekki stillt sig um að
segja nágrannakonunni, 7 barna
móður frá þessari reynslu sinni.
„Ó-já, elskan mín, þetta er eins
og ég hef alltaf sagt. Þessir biess-
aðir læknar geta ekki nokkurn
skapaðan hlut. Þeir ausa i mann
pillum og alls konar mixtúrum,
en ég skal segja þér eins og er,
að huggulegt heimilislegt dundur
getur yfirleitt læknað alla kven-
sjúkdóma — á byrjunarstigi."
—□
KONA fór upp í strætisvagn
ásamt litlum dreng og borgaði
bara eitt fargjald.
— Þér verðið að borga fyrir
drenginn lika, frú, 'sagði vagn-
stjórinn.
— Hann er ekki nema þriggja
ára, svaraði frúin.
— Hann lítur út fyrir að vera
sex, anzar bílstjórinn.
— En ég hef verið gift í meira
en fjögur ár, segir frúin og er nú
móður i henni.
-— Afsakið frú, en ég bað um
fargjaldið, en ekki játningu.
—□
EINS og menn vita, var Hitler
lærður húsamálari. Skömmu eftir
að Þjóðverjar hertóku Holland,
kom foringi nokkur inn í búð, sló
saman hælunum og sagði: — Heil
Hitler!
— Pleil Rembrandt, svaraði
kaupmaðurinn.
— Hvað á það að þýða, spurði
Þjóðverjinn móðgaður.
— Rembrandt var mesti málari,
sem við höfum átt, svaraði kaup-
maðurinn.