Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 70
78
UR VAL
einn uppfinningamaöur þakkaöi
Jules Verrle snjalla hugmynd,
sem leiddi til nýrrar uppfinning-
ar. „Jules Verne,“ sagði Marconi,
„kom manni til að sjá sýnir ...
óska, að þetta væri framkvæm-
anlegt . . . hratt manni af stað
til að gera það.“
Simon Lake, sá sem fann upp
hvernig stjórna má kafbáti neð-
ansjávar og þvi hinn raunveru-
legi uppfinningamaður nútíma
kafháts, þakkaði sögum Vernes
margar hugmyndir sinar varð-
andi smíði neðansjávarskips.
Könnuðir undirdjúpanna á okk-
ar dögum, svo sem William
Beebe og Auguste Piccard, játa
hiklaust að þeir hafi sótt sumar
hugmyndir sinar i bækur Vern-
es. Og þegar Byrd flotaforingi
flaug fyrstur manna yfir suður-
heimskautið sagði hann afdrátt-
arlaust: „Leiðsögumaður minn
er Jules Verne.“
Verne sá fyrir uppgötvun
kjarnorkunnar, en kjarnorku-
sprengjan virðist ekki hafa kom-
ið honum í hug. Hinsvegar lét
hann í Ijós ótta sinn, að „haldi
menn stöðugt áfram að finna
upp nýjar og nýjar vélar, þá
verður endirinn sá, að vélarnar
tortima manninum.“ Hann leit
svo á, að kjarnorkuna mætti nota
mannkyninu til góðs, með þvi
t. d. að bræða heimskautaísinn.
Hann spáði einnig heimsfriði;
ein allsherjarstjórn mundi rikja
yfir allri jörðinni og hafa aðset-
ur i höfuðborginni Centropolis
(Miðgarði).
Jafnsönn enn í dag og þegar
þau voru sögð eru orð franska
hershöfðingjans framsýna. Það
var nokkrum árum eftir dauða
Jules Vernes, að þessi hershöfð-
ingi, Louis Lyautey, barðist fyr-
ir mjög róttækum breytingum á
vopnabúnaði hersins. Eftir að
hafa hlustað á tillögurnar, sagði
embættismaður einn, af megn-
ustu fyrirlitningu: „En hers-
höfðingi góður, það mætti halda
að Jules Verne væri aftur kom-
inn á kreik.“
Hershöfðinginn kinkaði kolli:
„Já,“ mælti hann, „það má vera
rétt. En ég ætla að leyfa mér að
benda yður á eina staðreynd.
Þær þjóðir sem hafa komið á
einhverjum nýjungum síðustu
tuttugu árin, hafa lítið gert ann-
að en að fylgja þeirri braut, sem
mörkuð var af Jules Verne.“
DEILA er tveir menn, sem báðir reyna að segja fyrr síðasta
orðið. — J. Barber.