Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 54
62
ÚRVAL
„Hvaða gagn hef ég af guði?
Ég fæ að dúsa hér ævilangt.
Börnin mín eru einhvers staðar
þarna fyrir utan. Guð segir mér
ekld einu sinni, hvar þau eru.
Ef þú getur fundið þau fyrir
mig og komiS með þau til mín,
skal ég trúa á guð!“
Sally hafSi aldrei fyrr heyrt
Manuel nefna, aS hann ætti börn.
En nú hafði gremjan losað um
málbeinið á honum, og hann
skýrði Sally frá því, aS konan
sín hefði snúiS viS sér bakinu
eftir aS hann var síSast tekinn
höndum og látiS drengina þeirra
tvo frá sér; þeir hefSu veriS
sex og átta ára gamlir og nýi
dvalarstaðurinn þeirra hafi ver-
ið í fátækrahverfinu „E1 Fangu-
ito“, sem telur nálægt 30 þús-
und manns; húsakynni eru þar
mjög léleg og menningarhragur
lítili.
Þegar klefadyrnar lokuðust aS
baki Sallyar, heyrSi hún Man-
uel hlæja háSslega. Hún lét það
elcki á sig fá, heldur lagðist á
bæn og hófst síðan handa um
að leita að drengjunum hans
Manuels. Hún gekk frá einum
kofanum til annars í óhugnan-
legu fátækrahverfinu og spnrð-
ist fyrir. Sumir virtu hana ekki
svars og skelltu á hana hurðum.
Loks gat maður einn frætt hana
á þvi, hvar drengirnir væru.
Hún brá skjótt við og tók dreng-
ina heim til sín, klæddi þá i
hrein föt og tók þá meS sér til
betrunarhússins.
Þá er Sally gekk inn fangels-
isganginn og leiddi drengina
við hlið sér, var eins og þögn-
in yrði meiri en áður var. VörS-
ur gekk á undan til aS opna
dyrnar að klefa Manuels. Man-
uel kom í gættina, og þegar liann
sá syni sína, féll hann á kné og
faðmaði þá að sér og Sally lika.
„Ó, guð, góður guð!“ sagði hann
hálfsnöktandi, og tár féllu nið-
ur vanga hans. „Ég hef fundið
synina mina aftur — loksins!
Ég hef fundið þig, guS!“
Eftir um það bil ár var Manu-
el látinn laus gegn drengskapar-
heiti (paroled). Hann kvong-
aðist fljótlega aftur og hefur
aldrei sleppt úr samkomu í
sunnudagasltólanum hjá Sally.
Sally gengur lengra i prest-
skap sínum en að veita föngun-
um beina hjálp i fangelsinu
með daglegri fyrirgreiðslu og
samtölum. Hún er einnig tals-
maður þeirra fyrir framan dóm-
endur, og einnig liefur hún gerzt
fósturmóðir margra af börnum
þeirra.
Fyrir nokkrnm árum siðán
tók Sally nokkur af þessum
börnum til sín, svo mæSur
þeirra gætu unnið úti. Hún fékk
í lið með sér tvo sjálfboðaliða,
og börnunum fjölgaði fljótt upp