Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 74
82
ÚR VAL
heimkynni þarna. Seinna drápu
þeir tvo asnana.
Eftir að hafa klifrað 2000 fet
komu þeir að torfkofa. Nú gáfu
Indíánarnir þeim kalt vatn að
drekka og sögðu, að hinum
megin við næsta hvarf væru
nokkur gömul hús og veggir.
Bingham flýtti sér á vettvang
og nam staðar undrandi við
sjón, sem nú er talin jafnast á
við píramídana miklu. Fyrst sá
hann fjölmarga haglega gerða
grashjalla, — heilt ræktunar-
land þarna hátt uppi í fjöllun-
um. Fyrir mörgum öldum siðan
hefur hópur verkamanna feng-
izt við að hlaða undirstöðurnar
úr tilhöggnu grjóti. Aðrir hafa
flutt að frjóan jarðveg, ef til vill
úr dalnum fyrir neðan. Til hlið-
ar voru ýmis mannvirki að
hálfu hulin kjarri. Seinna átti
eftir að fara fram þarna mikil
hreinsun.
En það sem varpar mestum
ljóma á Machu Picchu eru verk-
legu veggirnir í rústunum. í
miðju svæðinu eru musteri, sem
bera vitni um mikinn hagleik
og listasmekk. Nútímasérfræð-
ingar í byggingarlist standa
undrandi gagnvart þessum gran-
ítveggjum.
Kunnáttumenn hafa tekið eft-
ir þvi, að engir tveir steinar i
þessum hleðslum eru eins, hver
þeirra er höggvinn fyrir sinn
sérstaka stað af hinni mestu ná-
kvæmni. Enda þótt ekkert stein-
lím hafi verið notað, er verkið
svo vel unnið, að ekki er hægt
að koma hnifsblaði milli stein-
anna. Verkfæri smiðanna hafa
verið bronsmeitlar, stór kúbein,
og ef til vill sandur til slipunar.
Margir steinanna eru nánast
björg, þar sem þeir vega nokk-
ur tonn og hljóta að hafa verið
færð til á keflum, dregnum af
hóp manns með köðlum úr vín-
viðarteinungum. Um það bil
mílu vegar burtu á hæðinni hin-
um megin við borgina er gömul
steinnáma. Þar eru hálftilhöggv-
in björg, og sanna þau sitt.
Aðalgötur þessarrar upp-
heimaborgar eru gerðar úr
stöllum, og eru þær yfir hundr-
að talsins, misjafnlega langar.
Hliðargöturnar eru stytztar, allt
niður í sex þrep, höggnar út úr
sama bjarginu og gjarnan með
handriði og fyrir endanum
myndarlegt íbúðarhús.
Vatnskerfi borgarinnar var
hugvitsamlegt. Vatnið féll í
stokkum gegnum miðja horgina
og skipti henni þannig í tvo
hluta, og hefur sjálfsagt fullnægt
vel íbúunum, sem munu hafa
verið nálægt eitt þúsund tals-
ins. Vatnið féll til borgarinnar
í steinstokk frá uppsprettu mílu
ofar í fjallinu, en eftir að þang-
að kom rann það gegnum til-