Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 33
GÖNGULAG MANNA KEMUR UPP UM ÞÁ
41
iniyndunaraflsins, þegar öllu er
á botninn hvolft, hin fræga slóð
hans aðeins fótför þau, sem
urðu til, þegar sólin bræddi för
venjulegs fjallarefs og vindur-
inn blés siðan i slóðina.
Frægustu fótsporin, áður en
Yetinn labbaði yfir forsiður
blaðanna, hafa vafalaust verið
þau, sem hinn skipreika Róbin-
son Crusoe fann á strönd eyj-
ár sinnar. Defoe valdi vissulega
áhrifamikinn hátt til þess að
kynna Frjádag í sinni sígildu
sögu. Þessi nöktu fótspor á send-
inni ströndinni hafa ekki máðst
út af úthafsöldum né tönn tím-
ans, i mótsetningu við fótspor-
in i kvæði Longfellows um að
við eigum að göfga lif okkar.
„Og að skilnaði skilja eftir fót-
spor á tímans „sandi“ segir
hann.
Hinir miklu leynilögreglu-
menn skáldsagnanna, allt frá
Sherlock Holmes til vorra daga,
hafa allir dregið óvæntar álykt-
anir af fótsporum, sem skilin
höfðu verið eftir í blómabeði
eða á votri grasflöt nálægt stað
þeim, sem glæpurinn var fram-
inn á. Það mátti venjulega ganga
að því sem visu, að dr. Watson
kæmi alls ekki auga á hin auð-
sæju fótspor eða traðkaði þau
jafnvel niður. En honum hefur
sjálfsagt verið farið sem mörg-
um öðrum læknum, að hann hef-
ur ekki gert sér grein fyrir því,
að nokkrar ályktanir mætti
draga af fótsporum, nema þá
staðreynd, að far á gólfi eftir
nakinn, blautan fót gæti gefið
það til kynna, að eigandi fótar-
ins sé i rauninni með ilsig.
Einnig mætti nefna unaðinn
af að verða fyrstur til þess að
skilja eftir fótspor í nýföllnum
snjó eða á sléttum, rökum sandi
við útfall, er manni finnst það
á einhvern hátt dirfska og næst-
um saurgun að skemma hinn
ósnortna flöt, sem breiðir úr
sér fyrir framan okkur. Við
kunnum að finna til léttis, ef ný
snjókoma eða ásækin alda máir
út slóð okkar og bægir þannig
örlögunum af braut okkar fyrir
fnllt og allt.
Milcilsvert sönnunargaf/n.
Fótspor okkar eru mismun-
andi eftir veðri og tima dags
eða nætur, og þetta gerir það
að verkum, að þessi einstaklings-
bundnu sönnunargögn viðvíkj-
andi stöðu okkar og persónu-
leika verður ómögulegt að
greina. En göngulag okkar gefur
samt einhverja vísbendingu um
heilsu okkar og persónuleika,
hvort sem við göngum á gang-
stéttum borganna, þar sem fót-
sporin deyja út jafnóðum, eða
í nýföllnum snjó. Stundum getur
göngulag gert reyndum lækni