Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 127
Afí SIÍILJA HÚSSA
135
komnir á rétta braut á sviði vís-
indalegra hugmynda og upp-
götvana, og takist þeim slíkt hið
sama á öðrum sviðum, gætu þeir
orðið sterkt afl til eflingar fram-
þróunar mannsins. í þeim mögu-
leika felst nokkur framtíðarvon.
Kvíða- og óttakennd.
Ótti og kvíði er tilfinninga-
legt andsvar við hættu, sem leið-
ir síðan til verknaðar í varnar-
eða sóknarskyni. Sjúkleg kvíða-
og óttakennd einkennist af ótta
án nokkurs raunverulegs til-
efnis tii slíks.
Rússar hafa orðið að horfast
í augu við margs kyns atburði
og aðstæður, sem gáfu ríkuleg
tilefni til kvíða og ótta. Þeir
hafa 14 sinnum varizt innrásar-
herjum í landi sínu síðustu 150
árin, og þar er varla til sú fjöl-
sliylda, sem ekki missti föður,
bróður eða son í síðari heims-
styrjöldinni. Það er engin furða,
að þeir óttist Þjóðverja enn þá.
Við þetta bætist svo hugsjónaleg-
ur ótti gagnvart Bandaríkja-
mönnum. Vafalaust vilja Rússar
raunverulega frið. En þeim
finnst ekki réttlætanlegt að bú-
ast við honum.
Viðbrögð þeirra eru jákvæð
við þessum hættum, er þeir telja
sig sjá, þ. e. einkennast af sókn
fremur en vörn. Okkur virðist
það oft dapurlega flónskulegt og
undirförulslegt, að þeir sluili
einmitt framkalla andstæðu þess
ástands, sem þeir óska eftir. Það
er þess virði, að minnast at-
liugasemdar Krúsjeffs, þegar
hlutlaus stjórnmálamaður skýrði
honum frá því, að hin andbrezka
afstaða hans í Lundúnum væri
einmitt líkleg til þess að vinna
gegn markmiði hans: „Ég veit,
að þetta er rétt,“ sagði liann,
„en ég get ekki haldið aftur af
sjálfum mér. Við Rússar höfum
lifað í heilan mannsaldur um-
kringdir hættum. Þess vegna
hættir okkur til þess að vera
hræddir og segja og gera hið
ranga.“
Persónuklofningur.
Slíkt nefnist ástand sem ein-
kennist af þvi, að maðurinn
dregur sig í hlé inn í sína innri
einkaveröld. Draumóramennirn-
ir, skapandi listamenn, hugsuð-
ir og skáld eru haldin votti af
slíkri geðveilu. Þeir þarfnast
góðs jafnvægis milli frelsis og
aðlögunar að viðurteknum venj-
um: þeir þarfnast slíkrar aðlög-
unar i nægilegum mæli íil þess
að örva til byltingar og nægilegs
frelsis til þess leyfa ávöxtum
byltingarinnar að opinbera sig.
Rússland hefur aldrei skort
persónuklofna einstaklinga. En
hið æskilega jafnvægi, sem þörf
er fyrir til fyllilegrar þróunar,