Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 37
GÖXGULAfí MANNA KEMUR UPP UM ÞÁ
4Í>
ar, líkt og það væri að reyna
að ganga á milli keiluraða án
þess af fella keilurnar. Venju-
lega gerir þessi stirðleiki þess
það klunnalegt í gangi og klaufa-
legt. Því er það auðsýnilega kvöl
að ganga yfir gólf i stofu, sem
full er af húsgögnum og fólki, og
það rekst oft á húgögnin eða
annað fólk á leiðinni.
Sálfræðingurinn Wilhelm Rei-
ch sagði, að slík stirðnun líkams-
vöðvanna sé nokkurs konar
varnarmáti gegn blundandi á-
rásarhneigð einstaklingsins. —
Þetta er auðsær líkamlegur vott-
ur um skapgerðareinkenni, líkt
og sumt fólk sýnir á sér reiði-
merki á þann hátt, að það lækk-
ar röddina alveg niður i hvísl
í stað þess að tjá reiði sína með
hrópum. Og þú munt komast að
raun um, að slik reiði er meira
ógnvekjandi.
Sumt fólk sýnir líka inni-
byrgða reiði í göngulagi sínu
með því að þramma áfram með
hávaða og krafti, lemja fótunum
i götuna eða gólfið, likt og það
væri að refsa götunni eða gólf-
inu. Hinn uppburðarlitli og ó-
ákveðni maður tekur oft létti-
leg og óregluleg skref, líkt og
hann væri ætíð óviss um næsta
skref og reiðubúinn á hverju
augnabliki til að snúa við eða
leggja á flótta.
Flest okkar hugsa um, hvert
við viljum komast, og svo finn-
um við, að fætur okkar flytja
okkur i átt til þess staðar. Lík-
lega erum við öll hávaðasöm og
klunnaleg i göngulagi öðru
hverju, drögum á eftir okkur
fæturna eða lemjum tánum í og
gerum mikinn, „heilsusamlegan“
hávaða í stiganum. Gangur fólks
ætti að vera alveg sjálfkrafa líkt
og flestar okkar athafnir.
Þvi meira sjálfkrafa sem gang-
ur okkar getur orðið, þeim mun
betur munum við njóta hans á
okkar einstaklingsbundna hátt.
Oftast fyllist maður leiða og
vonleysi, ef maður þarf að ganga
alveg samstíga öðrum, að maður
tali nú ekki um hve aumir fæt-
urnir verða. Þó vil ég nú undan-
skilja slíkt göngulag í tilhugalíf-
inu og herþjónustu. Flest erum
við ánægðust, þegar við göngum
á okkar eigin hátt, með okkar
algerlega einstaklingsbundna
hraða og göngulagi.
»€«<€
ÁSTÆÐAN fyrir því, að guð skapaði konuna siðast, var, að
hann vildi fá að vera í friði, meðan hann væri að skapa karl-
manninn. — Det Bedste.