Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 22
30
Ú R V A L
reksverkum. Það sem þá skorti,
var heilbrigt markmið til að
keppa að —- eilthvert örvandi
afl til að fá þá til að neyta kraft-
anna og gleyma þreytunni.
Önnur rannsókn var gerð i
öðru sjúkrahúsi á hundrað
„þreyttum“ manneskjum, sem
kvörtuðu um stöðuga þreytu og
drunga, enda þótt þau reyndu
ekkert á sig. Ekkert af þessu
fólki var líkamlega veikt. En á
þeim öllum hvíldi eitthvað per-
sónulegs eðlis, svo tilfinninga-
lifið var ekki í jafnvægi. Þess
vegna var hér um „andófs-
þreytu“ að ræða, — líkaminn
framkallaði ósjálfrátt þreytutil-
finninguna sem vörn eða and-
spyrnu í erfiðri aðstöðu.
IIið „auðvelda líf“.
Menning nútímans og verka-
skipting getur skipað mönnum
svo á bekk, að það dragi úr
starfslöngun þeirra. Læknir einn
i Detroit hefur sökkt sér niður
í þetta viðfangsefni. Til hans
sækja milli fjörutiu og fimmtiu
sjúklingar daglega, og um það
bil helmingurinn kvartar um
þreytu. Þar sem iæknisskoðun
leiddi í flestum tilfellum i ljós
góða heilsu, lá beinast við að
halda, að orsökin lægi í of mik-
illi vinnu eða áhyggjum, ellegar
hvoru tveggja. Læknir þessi
spyr þvi þessa sjúklinga. „Er
starfið yðar ekki of erfitt?“ En
svarið er- oftast eitthvað þessu
líkt: „Nei, það er mjög létt. Það
er naumast hægt að tala um
vinnu, nema þrjár stundir af
þessum átta.“
„Nokkrar fjárhagsáhyggjur?“
spyr læknirinn þá. En það er
langt frá, að svo sé. Sjúkling-
arnir eiga bíla, sjónvarpstæki
og ýmis heimilistæki, að mestu
greitt með afborgunum. Og þeir
hafa ekki áhyggjur af að verða
peningalausir fyrir næsta út-
borgunardag. Þegar læknirinn
spyr, hvort sjúklingurinn sé
ekkert smeykur um samdátt í
atvinnulífinu og atvinnuleysi af
þeim sökum, þá er svarið eitt-
hvað á þessa leið: „Nei, — ef
það kemur fyrir, verða allir i
sama báti.“
Niðurstaða læknisins er þessi:
„í raun og veru er þetta fólk
alls ekki þreytt, heldur leitt á
lífinu. Hvíld er því líklega eitt
af því versta, sem hægt er að
ráðleggja svona fólki. Það þarf
fyrst og fremst að endurvekja á-
huga sinn og lífsfjör með þvi að
taka þátt í lifandi starfi, sem
krefst einhverra átaka ■— eða
segjum, að unninn sé vinnudag-
ur með nægu starfi, enda er
unnið fyrir fullu kaupi. Þetta
fólk er að ryðga niður af áhuga-
og lireyfingarleysi, og við það á