Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 184
© OQOQQOOOOOOOGQOOOO
O O
o SVONA ER LÍFIÐ o
o o
ooooooooooooooooooo
PRESTUR einn var á ferðalagi
og gisti hjá vini sínum. Sökum
þrengsla í húsi vinarins, varð það
að ráði, að lítill sonur hans svæfi
hjá presti í gestaherberginu. Fór
vel á meS presti og strák, því að
prestur var barngóður og dreng-
urinn efnilegur og skýr.
Er þeir fara svo að hátta sér
prestur, að drengur gengur snyrti-
lega frá fötum sínum og krýpur
svo að lokum fáklæddur við ann-
an rúmgaflinn. Presti sýnist hann
vera að biðjast fyrir og hrífst mjög
af. Krýpur hann þá við hinn rúm-
gaflinn mjög á líkan hátt og
drengur.
Drengurinn horfir á prest andar-
tak og segir svo lágt og ismeygi-
lega:
—- Hvað ert Þú að gera?
— Sama og þú, segir prestur.
Þá svarar strákur:
— Ha, ha, ha, Þá verður mamma
vond, því að koppurinn er hérna
megin! — Exó.
MAÐUR EINN, Halldór að
nafni, sem þótti heldur fákænn,
var á ferð yfir Flateyjardalsheiði
í Þingeyjarsýslu. Einhvers staðar
á heiðinni reið Sigurður læknir
Hjörleifsson, er þá var búsettur í
Grenivík, fram á Halldór, og vildi
fá hann til að spjalla við sig. En
þrátt fyrir margendurteknar til-
raunir reyndist þetta árangurs-
laust. Halldór reyndist daufdumb-
ur. Að lokum fauk i lækni sökum
fálætis Halldórs, og mælti hann
höstuglega:
—• Hver andskotinn er þetta
maður? Ertu heyrnarlaus?
Þá svaraði Halldór af bragði:
— Onei, ég heyri vel til Þín, en
ég kæri mig ekki um að tala við
þig — það er ekki sagt svo gefið.
— JÓS.
MAÐUR kom til Seyðisfjarðar
og var spurður að heiti. Hann
svaraði á þessa leið:
.— Ég heiti Albert, ættaður úr
Grímsey í Borgarfirði, bróðir
hennar systur minnar, sem er frú-
in kaupmannsins. -— R.G.
ÓNEFNDUR sjómaður af Aust-
fjörðum var á vertíð í Vestmanna-
eyjum. Leiddist honum vistin, og
ákveður að taka sér far heim með
strandferðaskipinu E’sju, sem lá
þar i höfninni. Vindur hann sér inn
á símstöðina í Vestmannaeyjum og
sendir konu sinni svohljóðandi
skeyti:
—- Þoli ekki lengur við. Skelli
mér á hana hér! — S.D.