Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 169
IiITLER OG ÞRIÐJA RlKIÐ
177
ar hefðu svaraS honum eins og
rök stóðu til. Það gerðu þeir
ekki. Fyrir bragðið efldist vald
hans um allan helming og veldi
Þýzkalands ekki síður, þar eð
þjóðin hafði nú gullkistuna aftur
á valdi sinu. Loks hafði hin
hernaðarlega afstaða breytzt
mjög, Þýzkalandi i vil. Hvað
Frakkland snerti varð þetta
upphaf endalokanna. Þeir glöt-
uðu öllu trausti bandamanna
sinna, fyrst og fremst, og um leið
vaknaði með þeim kvíði og ótti
við endurreisn þýzka herveldis-
ins.
Það kom brátt í Ijós að ótti
þeirra var ekki ástæðulaus.
x
Barkaskurður gerður með vasahníf.
UNGUR, amerískur sjúkrabílsstjóri gerði mikla skurðaðgerð
á særðum hermanni úti á vígvellinum, meðan stóð á sókn banda-
manna inn í Frakkland sumarið 1944. Nafn mannsins er Duane
Kinman. Hann sá eitt sinn einn af fótgönguliðunum falia, en í stað
þess að liggja kyrr fleygði maðurinn sér til og frá og engdist
sundur og saman af kvölum. Hann barðist við að reyna að ná
andanum, en barkinn var sundur tættur og lokaður, af þvi að
handsprengjubrot hafði ient undir hökunni á honum. Hann hiaut
þvi að kafna. Kinman gat ekki horft upp á kvalir mannsins,
og ákvað þegar að gera á honum skurð.en slíka aðgerð hafði
hann aðeins heyrt. nefnda áður. Hann hafði engin deyfilyf og
engin tæki nema vasahnífinn. Og svo hófst hann handa, þótt
sprengjunum rigndi niður allt i kringum hann. Hann spretti
á hálsi mannsins fyrir neðan sprengjusárið, skar fyrst langs,
því að annars gat hann tekið sundur hálsæðarnar, en er inn
að barkanum kom skar hann þvert og setti svo i sárið hettuna af
lindarpennanum sínum og braut aftur úr henni, svo að hún varð
eins og pípa. Síðan studdi hann hermanninn upp í bílinn og
flutti hann til læknanna í hinum fremstu sveitum. Kinman
hlaut mikið lof fyrir, en merkilegast af öllu var, að skurðurinn
var eins vel gerður og verið hefði á bezta spítala og margir
læknar viðstaddir. Og svo mikil var aðdáun læknanna, að hann
fékk þau verðlaun fyrir dirfsku sínna og færni, að fá algerlega
ókeypis læknismenntun eftir stríðið.
— New York Times.