Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 108
11G
þykir ekki borga sig að vera
ríkur, auðvaldið er um það bii
horfið algerlega úr heiminum,
allur félagsskapur verkamanna
er orðinn óþarfur og glæpir ná-
lega dæmalausir í allri veröld-
inni. Fái verkamenn ekki svo
mikið kaup, sem þeim líkar, þá
fara þeir út á landið og búa. Þar
af leiðir, að daglaunaverkamenn
verða aldrei of inargir nú á dög-
um.
Það, sem áður á tímum var
kallaður skríll, er nú enginn til,
allir hafa nóg að vinna og nóg
að borða, og eru þvi eins ánægð-
ir og mönnum er svona yfirhöf-
uð mögulegt að vera. Þeir, sem
ekki nenna að vinna sér brauð,
en eru til þess færir, eru settir i
námana og kennt þar að nenna
að vinna fyrir sér, þar til þeir
kjósa sér heldur einhverja frjálsa
stöðu, sem gefur þeim daglegt
brauð fyrir vinnu þeirra.
Öll börn er skylt að láta ganga
á skóla frá 10 til 1G ára aldri,
en úr þvi er þeim i sjálfsvald
sett, hvað þau vilja taka fyrir,
að halda áfram skólanámi,
eða annað. ÖII skólakennsla er
kostuð að öllu leyti af hinu op-
inbera, fyrir yngri og eldri. Þó
hefur enginn einstakur kost á
fríkennslu i opinberum skólum
Iengur en sem svarar 10 ára tíma,
þeir, sem vilja halda námi sínu
ÚRVAL
áfram lengur, verða að kosta það
sjálfir.
Nú eru aðeins fimm dagar í
hverri viku, og þar af fjórir
virkir, en sá fimmti hvíldardag-
ur fyrir menn og skepnur. Þó
er hver maður frjáls að því, að
vinna dagleg störf á hvildar-
dögum sein aðra daga, ef hann
vill. Átta klukkutíma vinna á
dag er löghelgur vinnutími, þó
er hver maður sjálfráður um að
vinna lengur, ef lionuin sýnist,
en enginn hefur rétt til að skipa
öðrum að vinna lengur.
Vísindamenn, listamenn og
skáld eru heimsins inestu uppá-
haldsmenn, þeir eru launaðir af
hinu opinbera til dauðadags,
eftir að þeir hafa getið sér frægð
og traust sem slíkir, og er þá
starf þeirra ríkisins eign eftir
þeirra dag. Reynist þeir lítt nýt-
ir, eru þeir sviptir Jaununum
að einhverju eða öllu leyti,
öll neyð er nú horfin úr
heiminum, jörðin er öll að vei'ða
að einni Paradís, einum skrúð-
grænum aldingarði, sem seður
allar lifandi skepnur með sinni
blessun. Framleiðslan er nú svo
iniklu meiri en áður, að alls-
staðar eru forðabúrin full. -Þó
erfiða menn minna fyrir henni
nú en áður, hver einstakur, en
nálega þriðjungi fleiri menn til-
fölulega en áður. Verkvélar eru
miklu fullkomnari en áður, tíu