Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 117
AUÐÆFl SAXDAUÐXANNA
125
sem tíu millimetra regn á eyði-
mörkina, þýtur gróðurinn upp
næstum á einni nóttu. Á nokkr-
um vikum hafa margar jurtir
blómgazt og sáð út fró sér. En
J>aS er undir tilviljun komið,
hvort þetta sæði fær næga vökv-
un til að þroskast.
Það eina, sem skortir i Sahara,
er vatn og aftur vatn. En samt
er vatn þar — en of djúpt i
jörðu niðri til að það verði hag-
nýtt með mitímatækni. Mikil-
vægasta neðanjarðarstöðuvatnið
i Sahara með tiliiti til notkunar
er Albianvatnið, en það er 1312
fet undir yfirborðinu og er eins
stórt um sig og Frakkland. Ekki
er alveg óhugsandi, að hægt sé
að ná þessu vatni upp á yfir-
boröið, en það er meiri erfið-
leikum bundið en í fljótu bragði
mætti halda. Ekki mundi nægja
aö dæla því einfaldlega upp á
yfirborðið, þar eð það mundi
undir eins gufa upp vegna hit-
ans. Meðal annars mundi vera
nauösynlegt að gera einhverjar
breytingar á umhverfinu og
jarðveginum þar til að koma í
veg fyrir, að vatnið sigi niöur,
eins og það geröi upphafiega.
Vandann, með að koma neðan-
jarðarvatni með árangri upp á
yfirborðið, er hægt aö leysa með
þvi að vinna smátt og smátt land
af eyðimörkinni. Áveita getur
stækkað ræktunarsvæðið smám
saman með aðstoð sandfoks-
varnargirðinga.
Visindamenn Frakka i rann-
sóknarstöðinni í Gifsur-Yvette
eru nú að vinna að því að kyn-
bæta jurtir, sem geti lagt undir
sig eyðimörkina. En þetta eru
dýrar og hægfara rannsóknir.
Aðaikostnaðurinn liggur i því
að framleiða þann mikla hita,
sem þarf, til að jafnast að ein-
hverju leyti á við eyðimerkur-
hitann.
Aðrir visindamenn fást við að
rannsaka möguleikana á að
framkalla regn með því að dreifa
vissum efnum á skýin. Fyrsta
vandamálið þarna er skýjaleys-
ið. Enn aðrir sérfræðingar vinna
að hagnýtingu sólarhitans, sem
nóg er af þarna um slóðir. Frakk-
ar standa framarlega i þessum
efnum. Einnig er í athugun að
hagnýta vindinn sem aflgjafa.
Takist það, verður einni plág-
unni sveigt í jákvæða átt. Þannig
er ýmsum kröftum beint að þvi
að gera Sahara byggilegri en
hún er og hagnýta þau náttúru-
auðæfi, sem þessi stærsta eyði-
mörk i heimi býr yfir. Eftir hálfa
öld er ekki vist, að hún verði
lengur kölluð „gulmórauða
landið“.