Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 125
AÐ SKILJA RÚSSA
133
einhver þáttur persónuleikans
injög ýktur. Þannig sýnir and-
leg vanheilsa okkur skopmynd
liins eSlilega og heiibrigða. Við
getum búið tii lista yfir alis
kyns geðveilur (oflæti, þung-
lyndi, ótta og kvíðakennd, per-
sónukiofningu, ofsóknar- og mik-
ilmennskubrjálæði, móðursýki
eða sefasýki og einræði, þ. e.
ýkta duld viðvíkjandi einhverju
sérstöku, sem allt snýst síðan
utn). Síðan getum við hugsað
nkkur þessar geðveilur í smækk-
aðri mynd, þ. e. sem nokkurn
vott hins algerlega sjúklega á-
stands, og gefið sjálfum okkur
einkunn i stigum fyrir hinar
ýmsu tegundir geðveilna.
Það væri ekki þar með sagt,
að verið væri að halda þvi fram,
að Rússar væru afbrigðilegri en
við sjálf, þótt við beindum
þessari rannsóknaraðferð að
Dússum. Stundum má greina
vott af sérhverju geðveiluaf-
brigði i hugsun okkar, fasi og
hegðun, en þó virðist eitthvert
eitt visst afbrigði eða nokkur
þeirra ætið vera mest áberandi
hjá hverjum manni. Slík áber-
andi séreinkenni eru auðsæ
meðal vissra kynþátta eða þjóða,
þegar menn hafa gert sér grein
fyrir eðli hvers afbrigðis geð-
veilnanna. Þannig mætti athuga,
hvernig slík rannsókn getur
aukið skilning okkar á sérstök-
um grundvállareiukennum rúss-
nesks persónuleika.
Sveiflur milli þunglyndis og
ofsagleði.
Bezt er að athuga þunglyndi
og oflæti samtímis, þar er tíma-
bil slikra geðveilna skiptast oft-
ast á hjá sama manni. Nokkur
vottur oflætis, þ. e. i smækkaðri
mynd, svokölluð „hypomania",
lýsir sér með ofsagleði, eldleg-
um áhuga og orku. Við könnumst
öll við slíka persónuleika, i við-
skiptum, iðnaði eða stjórnmála-
lífi. Slíkt hugarástand er ómet-
anlegt fyrir mannlegt framtak:
þá er ráðizt gegn nýjum vanda-
málum, þá fæðast nýjar hug-
myndir, þá er lagt í nýjar fram-
kvæmdir. En mag'nist þetta liug-
arástand, svífa hugmyndirnar
stjórnlaust um, ólgan verður slík,
að það liggur við, að upp úr
sjóði.
Andstæðan er svo hið algera
þunglyndi. í huganum ríkir dep-
urð og vonleysi. Óskin og getan
til viðleitni er horfin. En samt
hefur dálitill vottur þunglyndis
þýðingarmikið gildi þjóðfélags-
lega séð. Slíkur persónuleiki er
ekki brautryðjandi, öllu fremur
hinn þolgóði, þrautseigi. Sá per-
sónuleiki bjargar framgangi
mála við' með stöðugri þraut-
seigju. Hann gefst ekki upp.