Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 139
HARMSAGAN UM FJÓRÐA TURN
Strax eftir fundinn hringdi
Claude P. Hardy yfirliðsforingi
til Starks i bækistöðvunum á
Cod-höfða og skýrði honum frá
þvi, að Kuss verkfræðingur áliti
turninn ótryggan. Stark sagði,
að ákvörðun um brottflutning
mannanna í turninum yrði að
koma frá einhverjum, sem hefði
meira vald. Stark hringdi síðan
til Banks i bækistöðvunum i
Newburgh. Siðan hringdi Banks
til Syracuse, ög var honum þá
sagt þetta: „Við erum að íhuga
mögulegan brottflutning. Við
munum tilkynna yður um á-
kvörðun okkar.“
Klukkan 3,30 e. h. föstudag-
inn 13. janúar varaði veðurspá-
in fyrir svæðið umhverfis turn
nr. 4 við „suðaustan vindi, sem
gengur síðan hægt til suðvest-
urs. 40—60 hnútar.“ Veðurfræð-
ingurinn í bækistöðvunum i
Newburgh tilkynnti Banks þetta
tafarlaust. Um sömu mundir var
birgðaskip turnsins, AKL-17, að
leggja af stað frá New Bedford
í Massachusettfylki til turnsins.
Stark í bækistöðvunum á Cod-
höfða Iiafði fyrirskipað skip-
stjóra þess, Sixto Mangual, að
halda til turns nr. 4 til þess að
flytja burt sum tækin og bíða
síðan reiðubúinn þar í nánd til
þess að flytja burt mennina i
turninum, ef fyrirskipun um
147
brottflutning þeirra bærist frá
„æðri stöðum“.
í dögun á laugardeginum var
AKL-17 komið á sinn stað við
hlið hins risavaxna turns, og
hegrinn í turninum var að setja
kassa niður á þilfar skipsins.
Norður-Atlantshafið var lygnt,
líkt og myllutjörn, en skipstjór-
inn varð sífellt áhyggjufyllri
vegna hins uggvænlega veður-
útlits. Aðvaranir um, að storm-
ur væri í aðsigi, bárust allt frá
Hatteras-höfða tii Rhode Island-
fylkis. Loftvogin var fallandi.
Hann hafði þráðlaust símasam-
band við Phelan og sagði við
hann: „Nú er rétti tíminn til
þess að flytja mennina úr turn-
inum og AKL-17 ætti að bíða
reiðubúið. (Engin sönnunargögn
eru til um það, við hvern Phel-
an ræddi. Stark lýsti því síðár
yfir, að ekki hafi verið hringt
í hann). Lokaþáttur hamleiks-
ins var nú að nálgast.
1.30 e. h. Búið er að skipa út
öllu því, sem gert hafði verið
ráð fyrir, að út yrði skipað, og
AKL-17 leysir festar og bíður i
nokkur hundruð metra fjarlægð
frá turninum. Skipið veltur
mjúklega. Það er nokkur undir-
alda. Skyggni er ágætt. Klukku-
stundir síðdegisins liða hver af
annarri. Stark er í bækistöðv-