Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 111
t
EINN HELZTI löstur manna
er dómgirni. Einn helzti kost-
ur þeirra umburSarlyndi og
réttdæmigerð.
Hér er saga um það:
1 einu af útborgum Boston
bjó maður einn, er þótti und-
arlegur og ófélagslyndur og
hlaut mikla gagnrýni af nábú-
AÐ ÖJEÉ^IA
EOA
OÆiiA EKfill
um sínum. Kona hans var aft-
ur á móti elskuleg i framkomu
og varð mjög vel til vina.
En svo voru þau hjónin
skyndilega horfin, höfðu flutzt
á brott án þess að kveðja.
Skömmu siðar var fólki til-
rætt um þetta í spilasamkvæmi,
og lögðu flestir mannaumingj-
anum eitthvað illt til, en kom
ásamt um, að hinnar vinsælu
konu hans yrði mikið saknað.
E'inn samkvæmisgesta hafði
aldrei sagt aukatekið orð um
hjón þessi, og í þetta sinn var
hann þögull fremur venju.
Þetta var ungur lögfræðingur.
Þá sneri ein frúin sér til hans
og spurði hann, hverju það
sætti, að hann talaði aldrei neitt
misjafnt um þennan mann,
hvort honum hefði fallið vel við
hann.
— Já, svaraði lögfræðingur-
inn. Mér fellur betur við hann
— Úr (
en tal ykkar um hann. Hvað er
það annars, sem við vitum um
þessi hjón og með hvaða rétti
höfum við fellt yfir þeim dóma?
Allir þóttust vita nóg til þess,
að vera viss um, að hann væri
tuddi en hún gæðablóð.
Þá segir lögfræðingurinn:
— Það tók mig nokkurn tíma
að afla mér upplýsinga um
þessi hjón, en loks fékk ég þær
hjá vini mínum, lögfræðingi,
sem starfar í leynilögreglunni.
Hin fagra og vinsæla kona,
er stelsjúk án nokkurrar vonar
um lækningu. Hún hefur hvað
eftir annað verið staðin að
þjófnaði i verzlunum. Maður
hennar hefur gert allt, sem í
hans valdi stóð til þess að verja
hana, og jafnan reynt að koma
því til leiðar að hún ienti ekki
í fangelsi, sjálfur einu sinni
nærri búinn að lenda í fangelsi,
er hann tók sökina á sig. Hann
þorði ekki að bjóða heim fólki,
því að stundum hefur konan
stolið frá gestum sinum, eink-
um úr töskum þeirra, og enn
fremur voru brögð að þyí, að
hún gerðist fingralöng, þar
sem hún var gestur.
Þetta tilfelli, sagði lögfræð-
ingurinn ennfremur, varð mér
þörf lexía í umburðarlyndi —
að stilla sig um að fella dóma,
unz maður veit alla málavöxtu,
og reyna, á meðan þess er beð-
ið, að láta sér falla vel við
fólk.
oronet. — 119
J