Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 176
184
ÚRVAL
saman. Það heíur meira að segja
verið stungið upp á að bezta að-
ferðin, tii að senda geimfara i
langar ferðir, væri að frysta þá
svona meðan á ferðinni stæði.
Getum við búizt við að manns-
sálin verði ekki fyrir neinum
breytingum við þessa meðferð?
Fleiri vandamál koma til sög-
unnar, þegar andlegt iíf er bund-
ið lífi heilafrumanna. Hvernig
á að bregðast við hinni atgengu
og bræðilegu veiki, sem almennt
nefnist „slag“? Orsökin er aug-
ljós. Ein af slagæðunum, sem
flytur blóð til liinna ýmsu hluta
heilans, stíflast, og frumurnar
deyja. Ef þetta eru aðeins frum-
ur sem stjórna hreyfingum,
myndast ekkert vandamál. En
hvað verður, ef frumurnar sem
eru bundnar skynseminni eða
trúnni deyja? Hefur sálin eða
einhver hluti hennar skilið við
líkamann? Sennilega myndu fá-
ir samþykkja það.
Á næstu áratugum má búast
við að meira verði um að líffæri
úr dauðum mönnum verði grædd
í lifandi menn. Og enn kemur
þá nýtt vandamál til sögúnnar,
því starfsemi heilans er ekki ó-
háð þeim efnum, sem blóðið ber
tií hans, og á það einkum við
framleiðslu vakakirtlanna.
Segjum nú, að tekinn verði
vakakirtill úr dauðum manni og
græddur í lifandi mann. Per-
sónuleiki og hegðun mannsins
getur þá breytzt vegna hin nýja
umhverfis, sem heilafrumur hans
vinna i. Hefur nú einhver hluti
aí' sál hins dauða manns flutzt
í líkama hins lifandi manns?
Eða á að líta á þessar breyting-
ar sömu augum og þær, sem
framkalla má með iyfjagjöf, og
ógerningur er að iita á sem
breytingu á sál hans, jafnvel þó
að þær feli í sér greinilega
breytingu á andlegu iífi viðkom-
andi manns.
Þær framfarir í læknisfræði,
sem nefndar hafa verið (og
margar fleiri), geta orðið mönn-
um hvatning til að hugsa um eðli
lífsins og neytt okkur til að
endurskoða þessa spurningu,
sem á yfirborðinu virðist afar
einföld: Hvað er dauðinn?
Stór þorskur.
SUMARIÐ 1960 veiddi enskur togari risaþorsk hér við Island.
Fiskurinn var tæp 80 pund og fimm feta lahgur. Aldur þorsksins
var talinn einhvers staðar á milli 20 og 40 ár. Hann var seldur
í Fleetwood fyrir 25 shiliinga — eða eitthvað í kringum 150 króm-
ur eftir núverandi gengi. — Veiðimaðurinn.