Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 102
110
ÚR VAL
naclierib og menn lians stóðu
framarlega tæknilega. — Hann
skipaði Fönikiumönnum að
smíða fyrir sig skip í mörgum
hlutum, lét síðan setja þau sam-
an á bökkum Efratfljótsins og
menn sína sigla á þeim til Kald-
ea, þar sem unnið var á óvin-
unum.
En það stóð ekki lengi. Baby-
lóníumenn réttu við aftur og
ráku Ashur-nadin-shum af hönd-
um sér. Þegar Sennacherib vann
Babylon aftur árið 089 fyrir
Krist, misþyrmdi hann íbúunum
og brenndi þessa helgu borg
þeirra Mesopotamíumanna, sem
jafnframt var þá stærsta borg
heimsins.
Sennacherib var ekki ánægð-
ur enn, svo hann lét grafa skurði
gegnum borgina, stíflaði Efrat-
fljótið og veitti því eftir þess-
um skurðum og gerði þannig' allt
svæðið að óbyggilegu flæðilandi.
En seinna fékk Sennacherib
eftirþanka og hóf að láta endur-
reisa borgina, og sonur hans
Esarhaddon hélt verkinu áfram.
Eftir fall Assyríuríkis varð
Babylon á ný stærsta borg heims-
ins.
Gamla höfuðborgin í Assyriu
hafði verið Ashur við Tigris-
fljót, en einhver fornkóngurinn
hafði gert Nineveh að höfuð-
borg, ekki langt þar frá, sem
Mosul er nú, en handan árinnar.
Sargon II. lét byggja nýja höfuð-
borg en lengra norður, og nefndi
hana Dur Sharrukin (nú Khor-
sabad). En Senncherib gerði
Nineveh aftur að höfuðborg.
Þarna lét hann byggja hof og
hallir og umhverfis það mikinn
steingarð með fimmtán hliðum.
Borgin varð hin myndarlegasta
og meðal annars voru þar al-
menningsskrúðgarðar. I einka-
garði Sennacheribs voru storkar
og tamin ljón, og þangað var
veitt vatni á haganlegan hátt.
Hann hafði mikinn hug á að sjá
borginni fyrir vatni á sem hag-
kvæmastan liátt og tók sjálfur
virkan þátt í þeim undirbún-
ingi.
Hann lét stífla ána Tebitu (nú
Khosr), sem er tíu mílur norð-
ur af Nineveh og lét hana
streyma gegnum miðja borgina
og sameinast síðar Tigrisfljót-
inu. Umframvatninu, sem fylgdi
leysingunum á vorin, lét hann
veita um nágrennið til aukinnar
ræktunar, og þar lét hann setja
á stofn friðað svæði eða dýra-
garð.
Það sem hann lét rækta á
þessu nýskapaða votlendi, var
meðal annars sykurreyr og
nytjaskógar, og síðast en ekki
sizt lét hann flytja inn nýjung
frá Indlandi: bómullartréð. —