Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 20
28
ekki alltaf það sama og aukin
afköst.
Kn til þess að líkaminn geti
unnið erfitt yerk án þess að
þreytast að ráði, þarf að vera
til staðar samvinna miiii vöðva,
andardráttar og blóðrásar. —
Vöðvarnir vinna orkuna úr syk-
urefnum blóðsins. En eftir viss-
an tíma koma til sögunnar öfl,
sem framkalla þreytutilfinningu,
en það eru efni eins og mjólkur-
sýra og kolsýra. Þessi efni eru
mjög áhrifamikil, eins og sést
af þvi, að sé blóði úr þreyttu
dýri veitt í vel hvílt dýr, verður
það síðarnefnda einnig þreytt.
Efnaskipti likamans.
Hinir svonefndu lokuðu kirtl-
ar sjá um efnaskipti og þar með
jafnvægi líkamans. Meðal þess-
arra kirtla eru nýrnahetturnar,
sem nefndar voru hér að framan,
og eins og' nafnið bendir til, sitja
þær ofan á nýrunum, sín á
hvoru. Kirtlar þessir eru helzta
vörn líkamans gegn þreytu. Þeir
mynda og gefa frá sér hormónið
adrenalín, en það örvar lifrina
til að framleiða sykurefni handa
vöðvunum, og einnig eykur það
hjartsláttinn og þar með blóð-
strauminn til hinna þreyttu
vöðva. Skyndilegur kvíði, ákafi
eða reiði kemur nýrnahettunum
til að gefa frá sér aukið adrena-
lín, og samkvæmt framansögðu
Ú R VA L
örvast þá likami og hugur til
mikilla átaka, enda þá oft þörf
á að láta til skarar skríða.
Ofþreyta hefur nákvæmlega
öfug áhrif, þvi þá eru lokuðu
kirtlarn'ir, sem framleiða hor-
inónin, komnir að uppgjöf, sér-
staklega nýrnahetturnar. í þol-
æfing'astöðvuin flugmanna hef-
ur verið veitt athygli, að þvi
færari sem flugmaðurinn er,
þeim mun minna þreytist hann,
enda hleypa þá nýrnahetturnar
líka minna af adrenalíni út í
blóðið. Öryggi og óttaleysi halda
sem sagt adrenalíninu í skefjum,
spara það, og við það eykst
þolið. Ef til vill er þetta skýr-
ingin á því, hve sumir hæfileika-
menn virðast alltaf vera óþreytt-
ir. Það er gulls í gildi að geta
tekið létt á hlutunum.
Eitt af því, sem hefur áhrif á
Iikamsþol manna er holdafarið.
Eftir því sem likamsþunginn
eykst fram yfir meðallag, minnk-
ar þolið að sama skapi. Of-
fita getur gert fólk næstum
óvinnufært.
Sif/ursæll er góður vilji.
Sérfræðingarnir segja, að jafn-
vel þeir sem þjást af illlæknandi
(króniskri) þreytu, séu ekki eins
aumir og þeir imynda sér sjálf-
ir, — góður vilji geti létt tals-
\rert undir með þeim. .Banda-
rikjamenn hafa rannsakað áhrif