Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 95
LÆRÐU AÐ TALA fíETUR
103
in í símanum getur komið í veg
fyrir góð viðskipti — og þar
fram eftir götunum.
Fyrirtæki, sem annast um
vinnuráðningar, taka mikið til-
lit til málróms umsækjendanna,
og æskja þess oft, að þeir hringi
fremur til skrifstofunnar en
skrifi. Einn forstöSumaSurinn
hefur sagt: „Fyrstu mynd okkar
af umsækjcndunum drögum viS
af málrómnum, og sá dómur
hefur reynzt okkur réttur í meira
en 95 tilfellum af hundraði.“
Unglingarnir eru fijótir að
komast að því, að ýmsar ályktan-
ir er hægt að draga um væntan-
lega kunningja með því að hhista
á hann eða hana tala í síma.
Unga stúlkan, sem er fjörieg i
tali, er líkleg til að vera ánægð
með sjálfa sig og tilveruna. Pilt-
urinn, sem virðist þurfa að
sækja röddina langt niður i
barka, er ekki ólíklegur til að
þjást af einhvers konar bælingu.
Feimin stúlka talar á fyrsta
stefnumótinu sínu mjórri, ótta-
þrunginni röddu. Enda þótt hún
kunni að hafa meira að segja en
hin, sem talar óaflátanlega, þá
er haett við, að hún veki þá
skoðun, að hún sé daufgerð og
óskemmtileg — og þetta er ein-
göngu málrómnum að kenna.
Góð aðferð til að prófa sjálf-
an sig, er að spyrja: Get ég hald-
ið athygli hlustenda minna vak-
andi? Verkar rödd min þægilega
og róandi á þá, sem eru eitthvað
miður sín? Bj'r röddin yfir nægi-
legum blæbrigðum? Er tónninn
öðruvísi, þegar ég vil vera ást-
úðlegur en til dæmis, þegar ég
bið um að rétta mér saltið við
matborð?
Spurðu sjálfan þig líka, hvort
fólk telji þig vera háværan og
fyrirgangssaman i tali — eða á
hinn bóginn, hvort það þurfi
ævinlega að hvá eftir þvi, sem
þú segir og biðja þig að tala
hærra eða greinilegar. Ef ann-
að hvort er, þá er röddin síður
en svo í góðu lagi.
Undir eins og_þú hefur öðtazt
nauðsynlega sjálfsgagnrýni á
rödd þinni, geturðu lagt út í það
spennandi ævintj'ri að leita end-
urbóta. Þú getur bj'rjað á að
spyrja sjálfan þig: Hvernig vil
ég, að rómurinn sé? Þ.að er ekki
heillavænlegt að binda sig við
eða stæla það allra bezta, eins
og fólk það, sem á atvinnu sína
undir raddtækni. Það getn ekki
allir verið Sir Laurence Otivier
eða Cornell. Við verðum að
halda okkur við jörðina, enda
þótt við forðumst að grafa okk-
ur niður í liana.
Berðu saman rödd þína af
segulbandinu við það, sem þér
finnst, að þú ættir að geta gert