Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 36
44
URVAL
hröðu, eirðarlau.su, en léttilegu
göngulagi. AH’ar hreyfingar eru
dálítið ýktar, maðurinn lyftir
sér upp á tær, lyftir fótunum
óþarflega hátt, sveiflar örmum
mjög mikið og sveigir til bol og
mjaðmir. Slíkur maður svéiflar
sér fremur áfram en að hann
gangi. Bolur hans er reigður, og
hann ber höfuðið hátt eða sveig-
it- það jafnvel dálítið aftur á
bak, og hann réttir vel úr öxl-
unum.
Leið börn.
Börn sýna hugarástand sitt
greinilegar en fullorðnir, og
göngulag þeirra er oft áreiðan-
leg vísbending um tilfinningar
þeirra.
Reitt barn mun að öllum lik-
indum ekki aðeins stappa í
gólfið. Það mun ef til vill ganga
á reiðilegan hátt, stappa i gang-
stéttina, sparka tánum í hana
eða sparka smásteinum úr leið
sinni. Barn, sem er leitt eða
þreytt, gengur oft deyfðarlega,
dregur á eftir sér fæturna.
„Dregur á eftir sér fæturna,“
vn- pmma vön að segja með van-
þóknun, því að þetta er aðferð
barnsins til þess að sýna þögul-
an mótþróa og uppsteit. Þetta
er mikil þolraun fyrir skap full-
orðna fólksins og einnig fyrir
skóleðrið. Það eru ekki aðeins
börn i fýlu, sem draga á eftir
sér fæturna. Þetta er einkenn-
andi fj'rir reitt æskufólk, „stæl-
gæja“ og „listaróna“ („bcat-
nikka“) að ganga viljandi á
þennan hirðuleysislega hátt,
þótt það sé mjög ógeðfellt.
Börn hafa sérkennilegar kenj-
ar, hvað göngulag' snertir, þegar
þau ganga á gangstéttarhellum.
Þau vilja forðast að stíga ofan
á rifurnar. Það er gaman að
virða fyrir sér undrunarsvip
fulloðins manns, sem leiðir lít-
ið barn. Það tekur óregluleg
skref og togar ýmist í hann eða
heldur á þann hátt aftur af hon-
um á göngunni. Öðrum börnum
þykir mjög gaman að ganga á
gangstéttarbrúninni eða lágum
vegg með fram gangstíg. Mörg
börn eru á þessu þróunarstigi,
á meðan þau finna hjá sér þörf
til þess að fullvissa sig stöðugt
um, að þau hafi fulla stjórn á
jafnvel svo sjálfkrafa tjáningar-
formi sem gangi. Þau setja sér
því gervitakmörk til þess að
sanna, að þau geti haldið sér
innan þeirra takmarka.
Aðgætni.
Sumt roskið fólk sýnir svip-
aða þörf á að hafa mjög ná-
kvæma stjórn á líkamshreyfing-
um sínum. Stundum gengur það
þannig, að likaminn er mjög
stífur, það stígur varlega til jarð-