Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 153
HITLER OG ÞRIÐJA RIKIÐ
161
alið hafði heiminum Luther,
Kant, Geothe, Bach og Beethov-
en.
/ skugga Versala.
Árin 1921—23 varð margt til
að efla gengi Hitlers og flokks
hans. Árið 1921 kröfðu Banda-
menn Þjóðverja um 33 billjónir
dollara í stríðsskaðabætur, sem
Þjóðverjar kváðust ekki geta
greitt; markið hríðféil, stjórn
Mreimarlýðveldisins var í alvar-
legum vanda, og vegið að henni
af hálfu flokkanna yzt til vinstri
og yzt til hægri. í lok styrjaldar-
innar höfðu æðstu menn hersins,
Ludendorff og Hindenburg, gert
sósíal-demókrötum það óþokka-
bragð að leggja alla stjórn rikis-
ins í þeirra hendur; fyrir það
tókst að varpa yfir á forystu-
menn þeirra ábyrgðinni af upp-
gjöfinni og undirritun friðar-
samninganna, svo lýðveldið var
dauðadæmt þegar í upphafi. For-
ystumenn þess skorti dirfsku til
að leggja að því traustan grund-
völl, með því að brjóta á bak
aftur vald gózeigendanna, junk-
aranna svokölluðu, og annarra
yfirstétta — iðjuhöldanna og
klíkuhópa æðstu embættis-
manna og herforingja. Þess i
stað bættu þeir loks gráu ofan
á svart og veittu hernum, sem
jafnan liefur látið til sín taka
i þýzkum stjórnmálum, aukin
völd og áhrifaaðstöðu.
Stjórnarskrá Weimarlýðveld-
isins var írjálslegasta og lýðræð-
islegasta mannréttindaskjalfest-
ing sem enn þekktist — en yfir
henni grúfði lamandi martraðar-
skuggi Versalasamninganna, sem
urðu þjóðinni þungt áfall. Þótt
þeir tryggðu henni sjálfstæði og
einingu sem stórþjóð og af-
komumöguleikar hennar væru
þar lítt skertir, gat hún ekki
sætt sig við að verða að skila
aftur teknum landsvæðum og
viðurkenna að forráðamenn sín-
ir hefðu átt sök á styrjöldinni.
Bráðabirgðastjórnin í Weimar
var samningnum mótfallin, en
lét til neyðast að undirrita hann
þegar æðstu menn hersins kváðu
algera uppgjöf óhjákvæmilega —
en sú yfirlýsing þeirra var brátt
gleymd og allri sökinni varpað
á . stjórnina. íhaldsflokkarnir
vildu hvorki viðurkenna friðar-
samningana né lýðveldið, for-
sprakkar þeirra réðu yfir auð-
magninu og styrktu óspart þá
flokka og blöð, sem vildu það
feigt. Herinn snerist á sveif með
þeim, hóf skipulagða baráttu
gegn afvopnunarákvæðum samn-
inganna áður en undirskriftin
var þornuð og liðsforingja-
klíkunni tókst ekki einungis að
koma upp her, þar sem gamli,
prússneski andinn var allsráð-