Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 131
AÐ SKILJA RÚSSA
139
haldinn nokkurri tortryggni í
garð annarra, og hann verSur
að vera gegnsýrður af vissum
grundvallarreglum. Hann verður
að skynja endalausa braut sög-
unnar og láta sig litlu skipta
einstaklinginn á ferð hans að
lokamarkinu. Hann verður að
vera ósveigjanlegur í viðureign
sir.ni við erfiðleikana og halda
fast við trú sína og skoðanir,
þótt öll sönnunargögn kunni að
vera á móti honum.
Rússar liafa verið aldir upp
í þeirri skoðun, að marxismi og
kommúnismi séu eðlilegar stefn-
ur og ákjósanlegar. Ef við álít-
um, að okkar aðferðir dugi, þá
liafa þeir lika beinar sannanir
fyrir því, að þeirra aðferðir
dugi einnig. Það er mjög óraun-
sætt að krefjast þess af þeim,
að þeir viðurkenni galla á lífs-
heimspeki sinni og lífsviðhorfi.
Þeir verða sjálfir að komast að
þvi, sem þeir þurfa að komast
að. Við getum í hæsta lagi reynt
að skilja þá og segja þeim sann-
leikann, eins og hann lítur út i
okkar augum.
Framtiðin er ekki án allrar
vonar fyrir okkur öll, svo fram-
arlega sem þrem skilyrðum
verði fullnægt. í fyrsta lagi verð-
um við Vesturlandabúar að vera
rólegir og ákveðnir og hegða
okkur viturlega. í öðru lagi
verðum við að sýna það svart
á hvítu, að þjóðfélags- og hag-
kerfi okkar sé árangursríkt. í
þriðja tagi verðum við að hjálpa
Rússum til að skilja, hvað við
erum að gcra og hvers vegna við
gerum það, því að það er eina
leiðin til þess að fá þá til þess
að opna hug sinn.
UNG móðir segir svo trá: Þegar ég eignaðist fyrsta barnið,
var ég svo viðkvæm fyrir öllu, er fyrir kom, að það mátti ekki
heyrast í því, Þá hringdi ég til læk'nisins. Nú kom Það fyrir urn
daginn, að yngsta barnið gleypti tíeyring, og ég sagði bara við
það: „Þessi tíeyringur verður dreginn frá vasapeningunum þin-
um, karl minn.“ •— Det Bedste.
DJÖFULINN er alltaf auðvelt að þekkja. Hann kemur til þi’n,
þegar þú ert dauðþreyttur og gerir þér sanngjarnt tilboð, sem
þú veizt, að þú átt ekki að þekkjast.
— Fiorello La Guaddia.