Úrval - 01.07.1962, Page 132
HARMSAGAN UM
FJÓRÐA TURN
Stáleyja úti á Atlantshafi,
rækilega stjóruð niður og átti að þóla áílt,
hvarf í djúpið óveðursnótt eina í janúar 1961 með 28 rnönnum.
Eftir E\an McLeod Wylie.
■ afarar raeS stálhjálma
fálmuðu fyrir sér í ís-
köldum djúpum Norð-
ur-Atlantshafsins síð-
ari hluta dags þann 7.
janúar 1961 og störSu agndofa
á beyglaðar leifar risavaxinnar
skástoðar út stáli.
Hátt yfir höfði þeirra skullu
grænar öldurnar á þrem risa-
■vöxnum fótum Texasturns nr.
4, sem var ratsjáreyja 80 mílum
úti fyrir strönd New Jersey-
fylkis og gerð af mannahöndum.
Ratsjárstöð þessi, sem vara
skytdi við óvinaárás, var á hæð
við 30 hæða byggingu allt frá
sjávarbotni til efsta hluta rat-
sjárturnsins. Eyja þessi, sveipuð
ólgandi sælöðri, var svo furðu-
leg sjón, að úthafsskipin lögðu
lykkju á leið sina, svo að far-
þegarnir mættu líta hana.
En vetrardag þennan árið
1961 skalf þessi mikla eyja og
skókst til á óhugnanlegan hátt.
Það marraði og brakaði i stál-
skástoðum hennar. Og á hinni
örlagaþrungnu viku, sem á eftir
fylgdi, átti heil röð atburða eft-
ir að gerast, sem allir gerðu sitt
til að valda hinum mikta harm-
leik, er altir íbúar turnsins, 28
að tölu, létu lífið.
— Or True, stytt. —
140