Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 88
96
Ú R VA L
fljótlega vilrii svo illa til, að
fyrir sleðanum varð einhver
þúst, svo hann valt á hliSina.
Börnin köstuðust út í þakið.
Aftur fóru þau Hazel og Emm-
et út í snjóinn og reyndu að
koma sleðanum á réttan kjöl.
En það kom fyrir ekki, hvað
mikið sem þau tóku á.
Það var orðið óhugnanlega
dimmt, og Hazel hugsaði sem
svo, að þar sem hún væri elzt,
yröi hún að taka til einhverra
ráða. Hún tróð sér inn undir
seglið til hinna og sagði: „Jæja,
við erum hér eins og í dálitlum
hetli, og nú skulum við laga til
í kringum okkur og láta fara vel
um okkur.“
Þar sem sleðinn var á hlið-
inni, myndaði mjór pallurinn
lágan vegg áveðurs, en hvefldur
striginn varð að einskonar sí-
völu tjaldi, opnu í báða enda.
Hazet greip teppin og gæru-
skinnið loppnum höndum og
breiddi úr því á „gólfið". Að
svo búnu skipaði hún systkinum
sínum að leggjast niður og hjúfra
sig hvort upp að öðru.
Vindurinn hvein i norðurend-
anum og Hazel gerði tilraun til
að hylja opið með gæruskinn-
inu. En henni tókst það ekki
vegna veðurofsans. Hún gafst
þá upp við það og breiddi skinn-
ið ofan á systkin sin.
Striginn rifnaði undan átök-
um stormsins án þess Hazel gæti
nokkuð að gert. Ábreiðurnar
tolldu þvi illa ofan á þeim Emm-
et og Myrdith vegna vindhvið-
anna, sem fóru um „tjaldið".
Hazel sá þvi ekki annað ráð til
að halda öilu i skorðum en að
hvíla sjálf ofan á ábreiðunum.
Nú aðskildi ekkert annað börn-
in þrjú frá æðandi hriðinni en
rifinn sleðastriginn á veigalit-
illi trégrind.
Líkamirnir þrír lágu hreyfingar-
lausir og hugsanirnar voru doða-
kenndar. En Hazel rankaði fljótt
við sér, reis upp og sagði hvat-
lega: „Emmet! Myrdith! Þið
megið ekki loka augunum.
Hnippið þið hvort í annað! Ég
ætla að telja upp að hundrað.
Hreyfið þið fæturna eins og þið
séuð að hlaupa. Byrjið núna —
einn — tveir, -—- þrír —.“ Hún
fann að litlu fæturnir hreyfð-
ust.
„Ég er þreytt. Megum við ekki
hætta?“ sagði Myrdith daufri
röddu.
„Nei!“ svaraði Hazel einbeitt-
lega. „Við erum ekki búin að
telja lengra en upp að sjötíu og
einum!“ Og hún bætti við nýrri
skipun: „Opnið þið og lokið
hnefunum hundrað sinnum inni
i vettlingunum!“
Emmet gægðist undan gæru-