Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 123
NÝ VON FYRIR GEÐSJÚIÍLINGA
131
við sér, eiga aðstandendur þeirra
miklu betra með að heimsækja
þá, og það eitt er mikill ávinn-
ingur.
Afturbataflokkum þessum er
gefið tækifæri til að komast í
snertingu við umheiminn með
ferðalögum til dýragarða, sirls-
usa, útiskemmtana og á ýmsa
vinnustaði. Allt er þetta til bóta,
dregur úr ótta og hjárænuslcap
sjúklinganna.
Taugalæknar benda á, að
enda þótt „frábæging" sé árang-
ursrík aðferð, þá megi ekki
ganga framhjá öllum öðrum að-
ferðum. Einn þeirra segir: „Með
aðferð þessarri er hægt að kom-
ast að hinum ósýkta bletti sjúkl-
ingsins og fá þennan blett til að
stækka, svo sjúklingurinn geti
tekið fyrsta skrefið fram á við.
Eftir það geta annars máttlaus-
ar aðferðir komið að góðu
gagni.“
Enn Iiggja ekki fyrir víðtækar
skýrslur um árangur þessarrar
nýju aðferðar. En ýmsar upp-
lýsingar eru komnar á skýrslur,
og þær spá góðu.
Frú Dorothy Smith lifði ekki
það lengi, að hún fengi að sjá
fullan árangur af aðferðinni
sinni. Hún andaðist árið 1957,
en frá þeim tíma liefur fjöldinn
allur af geðsjúklingum tekið
stórum framförum eftir að að-
ferð þessarrar hjartahlýju konu
hafði verið beitt við þá.
Fleiri „hringja í veðrið“ en nokkru sinni.
Árið sem leið hringdu fleiri Bandaríkjamenn en nokkru sinni
fyrr í „veðrið", þ. e. í Það símanúmer veðurstofunnar, sem veitir
upplýsingar um veðrið. Skýrslur sýna, að alls voru þessi símtöl
216 milljón, eða 10 milljónum fleiri en árið áður.
Veðurfregnir af þessu tagi er hægt að fá í 11 borgum í Banda-
ríkjunum, og hinn 22. desember fyrra árs bættist sú 12. við, Los
Angeles. Flest voru símtölin í New York borg, 37,296,238. Flest
veðursímtölin á einum og sama degi — 477,148 — voru í Washing-
ton, D.C. Það var 26. janúar, þegar spáð hafði verið miklum
snjóstormi.
Fyrstu sjálfvirku símaþjónustunni af þessu tagi var komið upp
í New York árið 1939. Á klukkutíma fresti eru gerðar nýjar
veðurlýsingaupptökur byggðar á siðustu veðurlýsingum, sem koma
frá veðurstofunni gegnum símritara eða síma.