Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 92
100
ÚR VAL
ir á þeim. 1 rannsóknarstofu dr.
Grays eru þeir ræktaðir i til-
raunaglösum og einnig til upp-
skeru í stórum kerum i ýmsum
næringarefnum og við visst lúta-
stig. Það skiptir engu máli, hvort
birta er á þeim eða ekki. IIpp-
skeran kemur fljótt, um það bil
fjórum sólarhringum eftir plönt-
un.
„Á jörðinni er ofgnótt af kol-
sýru,“ segir dr. Gray. „Afskap-
tega mikið magn kemur til dæm-
is af hverri sykurreyrsekru. Það
er tilvalið að láta sveppina vinna
þessa koisýru."
Helztu vandkvæði við sveppa-
ræktun er að hún krefst mikils
vatns. En tilraunir hafa sýnt, að
sveppir þrifast og skila afurðum
i sjó eða söltu vatni engu síður
en ósöltu, jafnvel betur. Það
er atriði, sem hlýtur að reyn-
ast mikilvægt i framtiðinni.
Fraegar systur í verkfalli.
ÞAÐ var fyrir meira en hundrað árum, að þrjár systur gerðv.
verkfall. Venjutega er ekki getið um þetta verkfall i sögu verka-
lýðsbaráttunnar, og þó kemur það henni við. t>að var i desember
1837, að atdurhnigin ráðskona hjá presti einum i Englandi varð
fyrir því óhappi að detta og fótbrotna. Presturihn var fátækur
og illa iaunaður og átti fullt i fangi með að sjá sínum farborða,
þótt hann tæki ekki einnig að ala önn fyrir lasburða þjónustu-
fólki. En gamla ráðskonan átti vini á heimilinu. Þegar öllum eldri
meðlimum fjölskyldunnar kom ásamt um, að senda gömlu konuna
á brott, risu þrjár dætur prestsins upp og mótmæltu. Gamla konan
hafði gætt þeirra, þegar þær voru litlar stúikur, sagt þeim sögur,
þegar löngum vinnudegi var lokið, og opnað fyrir þeim þann heim
dásemda og ævintýra, sem gerir lífið Ijúft, þótt það sé erfitt.
Kvöldið, sem ákvörðunin um að senda ráðskonuna á brott var
tekin, sátu þær allar steinhljóðar við matborðið og hreyfðu ekki
við mathtHn-.'Oé morguninn eftir snertu þær heldur ekki á mat.
Þær bókstaflega hótuðu að fara í hungurverkfall, ef gamla konan
yrði iátin fara. Og svo fengu þær vilja sínum íramgengt. Ráðs-
konan var kyrr. Þær tóku sjálfar að sér matseld, þvotta og þrif
á heimiiinu og þær önnuðust gömlu konuna. Þessar systur hétu:
Charlotte, Emily og Anne Bronté, allar frægir rithöfundar, þó
einkum tvær eldri systurnar, Charlotte og Emiiy.
-— Coronet.