Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 51
EITT TUNGUMÁL
59
var i Japan árið 1959 af Alþjóða-
tungumálastofnuninni i Tokyo,
ieiddi i Ijós ýms markverð svör
við spurningunni: „Upp ó hvaða
tungumáli stingið þér sem al-
þjóðamáli?“
Svör, sem bárust frá 190 er-
lendum ferðamönnum í Japan,
þar á meðal hrezkum, banda-
riskum og öðrum enskumælandi,
sýndu að 25 mæltu með ensk-
unni eins og hún er, og 84 kusu
breytta og einfalda ensku. Síðan
voru tvö hundruð innfæddir
stúdentar spurðir sömu spurn-
ingar. Átján þeirra völdu ensku
og niutíu og sex einfaldari ensku.
Hin atkvæðin dreifðust á ýms
önnur mál. Eftir þessarri skoð-
anakönnun að dæma, mætti ætla,
að vcl helmingur þeirra manna,
sem ekki eru enskumælandi,
kjósi ensku óbreytta eða breytta.
Aukin tækni er sifellt að stytta
fjarlægðirnar i heimiiium,
þjappa fólkinu meira saman og
gera það að meiri nágrönum en
áður var. Tungumálafarganið er
því sí og æ að verða meiri og
meiri dragbitur á menningunni.
Það er slæmt að geta ekki rabb-
að við nágranna sína. Alþjóða-
mál er ekki iengur hugsmíð
draumóramanna, sem raunsæir
nútímamenn eiga að skella skoll-
eyrum við, heldur hrýnt aðkall-
andi verkefni, sem þolir enga
bið.
Tímarnir breytast.
VEL man ég eftir því, að í blaðamannsstarfi mínu árið 1912,
þurfti ég oft að skýra frá málshöfðun á konur, sem höfðu verið
teknar fastar, af því að þær höfðu reykt sígarettur, eða farið
út í borgina magabeltislausar, sézt sokkalausar á baðstað, gengið
í stuttbuxum eða síðum buxum, sézt kyssa karlmann á almanna-
færi, setið einar á kaffihúsi, málað sig of mikið eða kíippt hárið
of stutt. Slíkt var daglegt brauð í blaðamennskunni i þá daga.
Sjálfur var ég í réttarsalnum, er fyrir kom mál ungrar konu,
sem sært hafði velsæmiskennd skólastjóra nokkurs, með því að
lyfta pilsunum pínulítið upp á leggina, þegar hún gekk út úr spor-
vagni. Skólastjórinn kallaði þegar á lögregluþjón, nefndi til sjónar-
votta að þessari óhæfu og kærði konuna. Daginn eftir hrósaði
hann sigri, þvi að konan var dæmd i tíu dala sekt fyrir þessa
óskammfeilni. — Ben Hecht.