Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 151
HITLER OG ÞRIÐJA RIKIÐ
159
kalla má raunverulegan stofn-
anda flokksins; fordrukkið
vandræðaskáld, geggjaður fjár-
málaspekingur og kynvilltur
liðsforingi.
Nú hafði rúmlega þrítugur,
fyrrverandi flækingur úr Aust-
urríki bætzt i hópinn. Ekki leið
á löngu að hann tæki forystuna
i sínar hendur, og um leið virt-
ust öll heiiabrot hans á timabili
einmanaleikans, öll sú athafna-
þrá og orka, sem hann hafði
byrgt inni í sér, fá skyndilega
útrás. Því fór fjarri að hann
missti móðinn þótt seint sækt-
ist. Árið 1920, þegar hann gerð-
ist „útbreiðs]ustjóri“ flokksins,
lagði hann fram stefnuskrá í 25
atriðum sem að vísu var fyrst
og fremst við það miðuð að hún
léti sem bezt í eyrum verka-
manna.lægri miðstétta og bænda,
en þar var að finna þær megin-
kröfur, sem hann gerði síðar að
aðalbaráttuatriðum .nazistaflokks
ins. í fyrsta atriði var krafizt
sameiningar allra Þjóðverja í
Stór-Þýzkaland — en einmitt á
þeirri kröfu byggði Hitler inn-
limun Austurríkis og Sudeta-
héraðanna. í öðru atriði var
krafizt ógildingarA7ersalasáttmál-
ans og St. Germain samningsins,
og i 25. og siðasta atriðinu, að
stefnt skyldi að þvi að skapa
sterkt og virkt ríkisvald. Þetta
sýnir hve Hitler horfði langt
fram, er hann setti þessar kröfur
í stefnuskrána þótt hvorki hann
né „flokkur“ hans gæti þá enn
haft nokkur áhrif á gang mál-
anna, að minnsta kosti ekki ut-
an Múnchen.
En eldmóður hans og mælska
og róttæk stefnuskrá dugði þó
skammt til fylgis. Hitler sá fram
á að til þess að ná tökum á múg-
sálinni þurfti bæði viðhöfn og
sviðsetningu; eitthvert ytra
merki eða tákn til sefjunar og
loks einhverjar grimmúðlegar
ofbeldisathafnir, er vektu í senn
óttta og aðdáun.
Sumarið 1920 jókst meðlima-
tala flokksins til muna; Hitler
skipulagði þá sveit fyrrverandi
hermanna, harðsnúinna og ó-
fyrirleitinna náunga, sem varð
vísirinn að hinum síðar al-
ræmdu stormsveitum. Fyrst i
stað var það hlutverk þessarra
„brúnstakka“, að halda uppi aga
og reglu á fundum, sem flokkur-
inn efndi til, en koma af stað
óeirðum i sambandi við fundi
annarra flokka. Þetta sama sum-
ar skapaði hinn mishepjmáði
listamaður sitt frægasta listaverk
— nazistafónann og nazistamerk-
ið, svartan hakakross í hvítri
kringlu á rauðum grunni —
kannski ekki mikið verk að lista-
gildi, en því meira að áróðurs-
gildi. Þar með liöfðu nazistarn-
ir eignazt sitt seiðmáttka bar-