Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 163
HITLEfí OG ÞfílÐjA fíÍKIÐ
171
ritara og Oskar, son Hinden-
burgs gamla.
Ilitler verður kanzlari.
Þann 22. janúar að kvöldi áttu
þessir tveir berramenn leynifund
við Hitler fyrir milligöngu
Ribbentrops, sem þá var enn
öllum ókunnur, og mun það hafa
verið í fyrsta skiptið sem Oskar
von Hindenburg hafði nokkurt
samband við nazista. Ræddust
þeir, Hitler og hann, viS í lok-
uðu herbergi i meir en klukku-
stund og veit enginn hvað þeim
fór á milli. Hitt er víst að nokkr-
um mánuðum síðar jókst land-
rými Hindenburgs-ættarinnar
um 5000 skattfrjálsar ekrur, en
Oskar hækkaði úr liðsforingja-
tign og var gerður að majór í
hernum um svipað leyti.
En örðugra reyndist Hitler
að beita seiðvaldi sínu á gamla
manninn; aldurinn hafði siður
en svo mýkt þá grásteinsklöpp.
Er óvíst hvernig farið hefði, ef
Hitler hefði ekki notið þar að-
stoðar Franz von Papen, sem
gegnt hafði kanzlaraembætti um
skeið sumarið 1932. Hann naut
að vísu ekki mikillar virðingar,
þótti yfirborðsmaður, metnaðar-
sjúkur og hégómlegur, en undir-
róðursmaður mikill og lítt
treystandi. En hann átti traust
öldungsins, og nú hafði hann
tekizt á hendur að tala við liann
máli Hitlers. Þann 28. janúar
að kvöldi lét gamli maðurinn
loks undan síga og fól von Pap-
en að kanna möguleikana á
stjórnarmyndun undir forystu
Hitlers sem ríkiskanzlara. Þann
30. janúar, kl. 10 árdegis, hafði
stjórnarmyndunin tekizt. Papen
þóttist hafa leikið á Hitler í
samningunum — nazistarnir
fengu ekki nema þrjú ráðherra-
embættin af ellefu, og einungis
eiít þeirra, kanzlaraembættið,
gat kallazt þýðingarmikið, svo
von Papen taldi sig og sina
ihaldsmenn hafa í öllum hönd-
um við þá með aðstoð gamla
mannsins.
Papen var manna slægvitrast-
ur, en hann þekkti ekki Hitler.
Forsprakkar íhaldsflokkanna,
sem töldu sig liafa austurriska
flækinginn í vasanum og voru
þegar staðráðnir 1 að taka af
honum öll ráð og völd, þegar
liann hefði unnið fyrir þá skít-
verkin — ómerkt Versalasamn-
inginn, skaðabótagreiðslurnar og
afvopnunaráævæðin — þekktu
hann enn siður. Og enn sást
þcim yfir þá staðreynd, að þeir
höfðu einungis takmarkað
flokkafylgi að bakhjarli en Hit-
ler var einráður yfir harð-
snúnu og þaulskipulögðu flokks-
liði, og hafði auk þess múginn
með sér.