Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 98
106
ÚR VAL
mjög illa i eyrum, þar sem hann
var stríður og meS nöldurhreim.
Ég áræddi að spyrja hana:
„í hverjum eruð þér alltaf að
nöldra.“
„Engum,“ svaraði hún óðara.
„Er það kannski maðurinn
yðar?“ hélt ég áfram.
„Það gæti þá helzt verið,“
andvarpaði hún.
En tveim vikum síðar gaf hún
mér ákveðið svar óumbeðið. „Ég
svara honum aldrei á móti,“
sagði hún, „og innibyrgð gremj-
an kemur fram í rödd minni.
Þannig stendur á ásökunartón-
inum. Þetta er ekki stórvægi-
legt. í málrómnum kemur bara
fram allt það, sem innifyrir býr
og ég þori ekki að láta út úr
mér.“
Það var undravert, hve fljótt
rödd þessarrar konu lagaðist.
Og samband hennar við mann
sinn breyttist til batnaðar.
Munum, að aðalatriðið hér
sem annars staðar er góður vilji
til að láta sér fara fram og at-
orka til að fylgja því eftir. Og
hvað styður annað. Ef þú getur
breytt persónuleika þínum,
breytist einnig röddin ósjálfrátt.
Og getirðu breytt röddinni, kem-
ur fleira á eftir.
Fáein orð um segulmagn.
1 EINNI af sögum Sindbaðs í Þúsund og einni nótt segir frá
því, að skip hans dróst með heljarafli af dökkum kletti og brotn-
aði þar í spón. Homer segir frá svipuðum atburði, er kóm fyrir
Odysseif. Þessar sögur eiga sennilega rót sina að rekja til dökkrar
bergtegundar, sem mikið er til af í Litlu-Asíu. Þessi bergtegund
er auðug af járni og dálítið segulmögjnuð. Þetta var alkunna í
heimi Grikkja og Rómverja, en ekkert bendir til þess að Grikkj-
um og Rómverjum hafi verið kunnugt um, að nota mætti segul-
járn sem áttavita. Sú vitneskja er, að því er menn telja, kominn
til E'vrópu frá Kína, líklega á tólftu öld, en allt er þó mjög á
huldu um það. Auk járns eru aðeins kunn tvö frumefni, málm-
arnir nikkel og kobolt, sem eru segulmögnuð á sama hátt, þó í
margfalt minna mæli. En til eru sambræðslur þessara málma
og annarra, sem eru segulmagnaðar og sumar svo, að beztu teg-
undir járns og stáls jafnast ekki á við Þær. Or þeim má búa til
segla, sem geta lyft hundraðföldum þunga sínum eða jafnvel
meira. — Hvers vegna — Vegna Þess.