Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 57
EXGIIJJXX í SAX JUAX FAXGELSIXU
65
þrek sýnist óþrjótandi. „Ég
treysti alltaf á hjálp gut5s,“ seg-
ir hún, „og hann hefur ekki
brugðizt mér. Sumt, sem mér
hefur tekizt aS fá í gegn, get
ég ekki skoðað annað en krafta-
verk.“
Fyrir ekki löngu síðan byrj-
uðu börnin hennar að safna
saman smáskildingum til að
kaupa sér fyrir hest, en börn í
Puerto Rico láta sig dreyma um
að eignast hest eins og banda-
rísk börn bíla. En mörgum fjöl-
skyldum í Puerto Rico er fjár-
hagslega um megn að eignast
hest. Svo var það sunnudag
einn, að Sally sagði börnunum
frá kunningja sinum, sem væri
lika að safna peningum — en
til að kaupa biblíur handa
börnunum í ísrael. Börnin
hennar Sallyar létu ekki líða
langan tíma áður en þau afhentu
Sally peningana sína til að leggja
i biblíusöfnunina.
„Ég tók mjög nærri mér að
taka við þessum sparipening-
um,“ segir Sally. „En hvernig
átti ég að standa á móti því,
þar sem ég hafði svo oft talað
við þau um, hversu það væri
mikil ánægja að gefa. Þess vegna
tók ég við peningunum og sagði
um leið: Gott og vel, börnin
mín, — en við skulum samt fá
hestinn okkar. Við skulum biðja
til guðs um það.“
Daginn eftir lagði Sally leið
sína til veitingahúss eins niðri i
borginni og fékk sér þar mið-
degisverði Hún váldi' staðinn
algerlega af handahófi. Við
næsta borð sátu þrir karlmenn,
og hún tók eftir, að þeir áttu í
vandræðum með að skilja, hvað
stóð á matseðlinum. Hún kynnti
sig þá fyrir þeim og bauðst til að
hjálpa þeim að velja sér matinn.
Þeir buðu henni þá sæti við
borðið þeirra og sögðu deili á
sér, -— að þeir væru danskir
verkfræðingar á leiðinni heim.
„Meðal annarra orða,“ sagði
einn þeirra, „við erum með fola
með okkur, og það er allt of
erfitt og kostnaðarsamt fyrir
okkur að senda hann heim. Vit-
ið þér af einhverjum hér, sem
mundi vilja eignast fola?“
„Það kom mjög á mig,“ segir
Sally, „svo hissa varð ég. Mér
var skapi næst að falla á kné
og þakka guði fyrir bænheyrsl-
una. Þegar ég sagði þeim, að
ég væri fósturmóðir þrjátíu
barna, urðu þeir mjög ánægðir,
og ekki leið á löngu áður en
folinn var kominn í bakgarðinn
heima.“
Svo virðist sem hvert krafta-
verkið hafi rekið annað i lífi
Sallyar. Nýlega hafði hún spar-
að saman fé til að hefja „Kross-
ferð“ eða ferðalag til fangelsa í
Jerúsalem, Egyptalandi, Spáni,