Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 87
LÍTIL STÚLKA Í STÓRHRÍÐ
95
fór i öfuga átt. Enda beindist
hugslin hennar að systkinum
hennar, og hún kallaði til þeirra:
„Verið ekki hrædd, — við skul-
um vera á undan pabba og Kit
heim! Maud ratar leiðina!“
Hazel gat enga stjórn haft á
hestinum, því taumarnir dróg-
ust fyrir neðan sleðakjálkana.
Loks hægði Maud á ferðinni og
gekk venjulegan gang og nam
svo staðar, talsvert móð eftir
sprettinn.
Emmet kallaði: „Erum við
komin heim? Vorum við á und-
an pabba?“
Hazel steig niður í snjóinn.
Henni var ógerlegt að sjá gegn-
um hríðarmugguna, hvort þau
væru stödd á vegi eða ekki. Það
var hkast því, að þau væru að
velkjast á endalausu snjóhafi,
sem vildi gleypa þau með húð
og hári. Hvassviðrið var orðið
svo mikið að hún átti fullt í fangi
með að ná andanum. Hún greip
i taumana, sem drógust á snjón-
um og settist aftur í ekilssætið
með þá í höndunum.
„Nei, við erum ekki komin
heim enn,“ svaraði hún bróður
sínum. „En ég held við eigum
ekki langt eftir. Nú þegar Maude
er orðin róleg, hlýtur hún að
eiga auðvelt með að rata.“
Það var sem hesturinn iðrað-
ist eftir liræðslukastið og tróð
nú snjóinn jafnt og þétt. Sums-
staðar voru krapápollar undir
snjólaginu og setti það linykki
á sleðann. Eitt sinn afkræktist
annar sleðakjálkinn, og Hazel
mátti ti! að ná honum upp úr
köldu krapinu og festa hann
aftur. Við þetta blotnuðu föt
liennar og frusu.
Skömmu síðar sá hún á end-
ann á girðingarstaur upp úr
mjöllinni. Hún vildi rannsaka
þetta og stöðvaði sleðann og
steig út af honum til að athuga
girðinguna og fann, að hún var
úr gaddavír. Þá hlaut að vera
sveitabær þarna nálægt.
Emmet kom nú út undan
seglinu til að sjá, hvað Hazel
væri að gera, og hann hjálpaði
henni til að brjóta klakabrynj-
una, sem var að myndast um
haus hestsins. Þau ætluðu að
teyma hann í þá átt, sem girð-
ingin lá, en stór skafl var í veg-
inum, svo þau urðu að snúa í
aðra átt. Þau reyndu þá að koma
auga á annan girðingarstaur eða
sjálfa girðinguna, en sú örvænt-
ingarfulla leit bar engan árang-
ur. (En þarna rétt hjá var hlið,
í kafi snjóskafls og að baki þess
sveitabær).
Þau systkinin stjákluðu aftur
til sleðans og komust þangað
við illan leik vegna veðurofsans.
Maude lagði af stað á ný, en