Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 28
36
Ú R VA l
„Idje ætlaði að kasta boomer-
ang-inu“, sagði bóndinn. „En
fj’rsta kastið verður bara til að
hita hann upp, sagði hann“.
Idje greip nú boomerang-ið
og strauk það með höndunum.
Eitthvað var að, og hann mælti
nokkur orS til konu sinnar. Hún
brá þá hendinni niður i körfuna
og tók þaðan gulan tólgarmola
og rétti hann manni sínum.
Hann néri molanum við fingur
sér og siðan við bommerang-ið.
„Hann gerir þetta til að það
leiki betur i hendinni“, sagði
vinur minn.
Idje sveiflaði nú hönd sinni
aftur og vatt sér siðan mjúklega
fram i langri, hnitmiðaðri
sveiflu og varpaði boomerang-
inu frá sér. Það flaug langt til
vinstri og niður á við, snerti
næstum jörðina, en hóf sig svo
upp i 15 til 20 feta hæð. Þá
sneri það við og lækkaði flugið
i stórum sporbaug og sveif yfir
völskuhræið; ef til vill i ekki
meira en þumlungs fjarlægð. í
fimmtán stiku fjarlægt frá okk-
ur hafði flugvopnið lækkað sig
niður i knéhæð, en þá hækkaði
það skyndilega. Idje steig skref
fram og greip það.
„Nú ætlar hann að kasta og
hitta,“ sagði bóndinn.
Idje setti sig i stellingar aft-
ur og varpaði bommerang-inu af
mikilli hnitmiðun. Það þaut úr
hendi hans. Eftir að hafa svif-
ið nokkra vegalengd var sem
það næmi staðar, og svo sáum
við, að jtað kom í áttina til okk-
ar aftur. í þetta sinn lækkaði
það flugið áður en það kom
yfir saltrunnan og skall á völsku-
hræinu.
Tdjé rumdi. og annar piltanna
reis upp og sótti vopnið og
völskuna.
„És ætla að reyna að fá hann
til að fást við stærri bráð en
þetta“, sagði nú vinur minn og
talaði eitthvað til Idje. Þeir áttu
svo saman einhver orðaskipti,
og frumbygginn horfði á mig af
köldu stolti. En svipurinn mild-
aðist eftir að bóndinn hafði bætt
við nokkrum orðum, Hann tók
að hlaupa, og á undan honum
rann hundurinn og þefaði af
jörðinni.
„Honum er illa við að hlaupa,
en ég sagði honum, að þú værir
sögumaður“, útskýrði vinur
minn. „Þau bera mikla virðingu
fyrir þessháttar mönnum.“
Vini mínum þótti bersýnilega
mikið til frumbyggjanna koma.
Hann benti nú á Idje, sem sýndi-
ist fara minkandi vegna auk-
innar fjarlægðar, þar sem hann
bar við liimin á tigulegu hlaup-
inu.
„Þetta lítur út fyrir að vera
einfalt, en svo er ekki“, hélt
hann áfram: „Idje gerir meira