Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 86
94
UR VAL
Milner klæddi sig nú i storm-
fötin sín, lagði á Kit, bezta hest-
inn sinn, og lagði af stað eftir
kröpugum veginum. Skólinn var
í hálfrar þriðju milu fjarlægð.
Nú hafði óveðursskýið þanið
sig yfir mestallan himininn, og
yfir öllu var óeðlileg þögn og
spenna, eins og svo oft er fyrir-
boði óveðra. Fljótlega tóku vind-
hvinur og snjógusur að skella
framan í mann og hest.
Fyrir utan skólann sté Miner
af baki og skildi Kit eftir hjá
fleiri másandi og kviðnum hest-
um og flýtti sér til skólahússins.
—- Kennarinn og nemendurnir
höfðu gert sér ljóst, að stórhríð
var i nánd, en kennarinn reyndi
að einbeita börnunum að náms-
efninu. Enda þótt mörg börnin
ættu hest sinn og sleða í gripa-
húsinu fyrir utan, þá var það
föst regla i skólanum, þegar
hætt var við hriðarveðri, að
ekkert barnanna legði af stað
heim, fyrr en foreldrarnir hefðu
hringt og leyft það.
„Sæll, pabbi!“ gall Hazel Min-
er við. Hún var fimmtán ára
gömul. Hún vatt sér að Emmet
bróður sínum, sem var ellefu
ára, og systur sinni, Myrdith,
átta ára, og sagði glettnislega
við þau: „Okkur er þá ekki trú-
að til að komast heim með hjálp
Maude gömlu!“
Pabbi þeirra brosti andartak
og mælti svo: „Flýtið þið ykk-
ur! Sækir þið yfirhafnirnar ykk-
ar — og hérna eru aukatreflar!“
Hazel laut niður til að hjálpa
systur sinni í skóhlífarnar og
sagði um leið við Emmet:
„Gleymdu ekki mannkyns-
sögubókinni þinni!“ Pabbi henn-
ar dáðist í huganum að því hve
elzta dóttir hans var ævinlega
hugsunarsöm.
Hann bar Myrdith nú út í
heimagerðan sleðann þeirra, en
yfir honum hvelfdist strigadúk-
ur. Hann bjó um telpuna og
drenginn á hálminum í botnin-
um og breiddi yfir þau tvö
teppi og gamalt gæruskinn. Að
því búnu spennti hann Maude
gömlu fyrir sleðann og kallaði
til Hazel, sem var setzt í öku-
mannssætið: „Sittu svo kyrr
þarna. Ég ætla að sækja Kit og
fara á undan!“
Maude sneri gegn noðurhlið-
inu, sem var rétta áttin heim.
Hún hafði alltaf verið stilltur
hestur og vel meðfærilegur. En
nú skelfdist hún við þrumudyn,
prjónaði dálítið og snéri sér i
aðra átt og stefndi á suðurhlið-
ið.
Hazel, sem hafði næstum tap-
að jafnvæginu, og sá illa út úr
snjókófinu, gerði sér í fyrstu
ekki grein fyrir, að hesturinn