Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 65
HINN FRAMSÝNI JULES YERNE
73
Jeiksgíldi þessara staðhæfinga,
jafnvel þótt þær væru hafðar
eftir þekktum visindamanni. En
gerum nú ráð fyrir að þær væru
hafðar eftir manni, sem á sínum
tima sagði fyrir um margar þær
meiri háttar framfarir og upp-
finningar, sem gert hafa veröld-
ina að þeim undraheimi vísinda-
tækni, er við nú lifum í, — hvað
þá? Sá sem hér er átt við, talaði
um sjónvarp fimmtiu árum fyrr
en það varð þekkt; sömuleiðis
sagði hann fyrir um kjarnork-
una hálfri öld áður en fyrsta
sprengja þeirrar tegundar var
búin til, og á sama tima og
Wright bræðurnir voru enn ekki
komnir lengra áleiðis, en að at-
huga flugeiginleika flugdreka
af ýmsum gerðum, þá sá hann
fyrir tilkomu hraðfleygra flug-
véla, er geysast mundu heims-
horna milli.
Þú getur reitt þig á það, að
næstum því í hvert skipti og
eitthvert furðuverk vísindanna
verður til, þá átti Jules Yerne
hugmyndina áður. í bókum sín-
um sýndi hann fram í timann,
og frásagnir hans af þeim furðu-
legu hlutum sem fyrir hugsjónir
hans bar hafa verið undrunar-
efni manna i næstum heila öld.
Það er með ólikindum, að
manni, sem var uppi á þeim
timum er kvikmyndir, útvarp,
sjónvarp og jafvel bilar voru
óþekkt fyrirbrigði, — Jules
Verne var fæddur árið 1828, —
skyldu geta komið i hug þeir
spádómar á sviði visinda og
tækni, er fram koma i skáldsög-
um hans. Þegar Verne sagði fyr-
ir um beizlun þessa þá óþekkta
afls, kjarnorkunnar, hafði Marie
Curie ekki einu sinni látið sér
detta i hug að leita radíums, né
heldur hafði Marconi dreymt
um að senda mætti skeyti á öld-
um Ijósvakans, þegar hugmynd-
in um loftskeyti kom fram hjá
Jules Verne. Af yfirskilvitlegri
nákvæmni dró hann upp mynd
af meginatriðum visindalegrar
framvindu meir en fimmtiu ár
fram i tímann.
Tökum sem dæmi stjörnukík-
inn mikla i stjörnuturninum
efst á Palomarfjalli í Bandarikj-
unum. Þessi glerrisi hef'ur oft
verið nefndur í fréttum síðan
hann var tekinn í notkun fyrir
fimmtán til tuttugu árum og
gerði stjörnufræðingum kleift
að skyggnast um í ómælisdjúpi
himingeimsins langtum lengra
og víðar en áður hafði verið
unnt. Eins og að líkum lætur
kostaði smíði þessa margbrotna
tækis mikil heilabrot. En hug-
myndin sjálf var ekki ný. Hana
átti Jules Verne.
Sjötíu og fimm árum fyrr en
Palomarstjörnuturninn var reist-