Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 72
80
ÚRVAL
ur en Spánverjar herjuðu landið,
en aðrir telja hana eldri. Hin
myndarlegu mannvirki benda til
mikillar menningar og tækni.
En hellarnir, sem notaðir voru
sem grafhýsi, leiða i ljós undar-
lega staðreynd: Síðustu árin hef-
ur borgin bersýnilega verið
kvennaborg. Af 173 beinagrind-
um, sem grafnar voru upp, voru
um það bil 150 af konum.
Það er hald manna, að leif-
arnar af hinu tvístraða keisara-
dæmi Inkanna, þekkt undir
nafninu „Valdar konur“, (Chos-
en Women), hafi flúið til þessa
afskekkta staðar undan spænsku
víkingunum og búið þar til
dauðadags. Ein ástæðan til þess,
hve lítið er vitað um Machu
Pichu er sú, að Inkarnir áttu
sér ekkert ritmál. Þekking okk-
ar á þeim er mestmegnis úr ann-
álum, sem voru færðir i letur
meðan Spánverjarnir drottnuðu
i Perú.
Riki Inkannna stóð með hvað
mestum blóma um miðja fimm-
tándu öld og tók það yfir það
svæði, sem nú er ríkið Perú,
mest allt Ecvador, Bolivia og
norðurhluti Chlie og Argentínu.
Þvi var stjórnað af einvaldi eða
keisara, Inca, „sem lét ekki líð-
ast, að neinn þegna sinna væri
svangur eða klæðlitill“, eins og
einhver sagnfræðingurinn hefur
sagt. Hann færði þegna sina í
þessu stóra og fjölbreytilega ríki
nær hver öðrum með þvi að láta
leggja mikið vegakerfi.
Fyrir nokkrum árum síðan
komu ferðamenn til Machu Pic-
chu eftir að hafa ferðazt á múl-
ösnum upp mjó bergeinstigin
með ginandi þverhnipi fyrir of-
an og neðan. Nú getur maður
ferðazt með flugvél á tveim
stundum frá Lima, sem er i
sjávarhæð, til Cuzco, sem er lit-
rík gömul, Inkaborg í rúmlega
11 þúsund feta hæð. Þaðan er
hægt að ferðast með bifreiðum
niður Helgadalinn.
Eftir það taka við hrikaleg
gljúfur. Leiðin liggur milli
svartra slútandi kletta og ólg-
andi Urubamba-árinnar. Fram-
undan er síðasta hálfa mílan tvö
þúsund feta há, snarbrött
brekka. Hér tóku Inkarnir end-
ur fyrir löngu á móti óboðnum
gestum með slöngvivöðum og
gaddakylfum. Nú liggur mjór,
hlykkjóttur vegur upp þessa
síðustu torfæru. Bugðurnar eru
fjórtán talsins. Eftir þessum
vegi ekur Indíáni langferðabil
og syngur glaðlega til að beina
hugum farþeganna frá þessarri
glæfralegu leið og ánni fyrir
neðan.
Vegurinn endar við snoturt
veitingahús í jaðri gömlu borg-
arinnar. Eftir að ferðalangarnir
hafa vanizt þunna loftinu þarna