Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 103
KONUNGVR OG VERKFRÆÐINGUR
111
Hann lýsir þessu sjálfur þannig
af stolti: „Mórþerjatrén og kýpr-
estrén og reynirinn í fenjunum
notaði ég að vild í hallirnar
mínar. Og ullin af trjánum var
notuð í fatnað.“
Þessi fyrsta vatnsæð var full-
nægjandi i nokkur ár. En eftir
að borgin var orðin allmiklu
stærri lét Sennacherib grafa
aðra æð í norðvesturátt og ná
þar í vatnsfall. Einnig sá hann
fleiri stöðum fyrir vatni. En
eftir að allt þetta var orðið úr-
elt, lagði hann út í enn djarfari
framkvæmdir. Hann lét grafa
skurð frá ánni Gomel, i þrjátíu
mílna fjarlægð frá Nineveh, til
upptaka Tebitu-árinnar og það-
an niður til Nineveh.
Þar sem skurðurinn skar
þverá Gomel, nálægt þar sem
nú er Jerwan, byggði Senna-
cherib vatnsstokk; var það hin
merkilegasta smíð, sem átti
engan sinn líka næstu fjórar ald-
irnar eða þar til Rómverjar
smíðuðu sínar miklu vatnsveit-
ur. Veitustokkar Sennacheribs
voru gerðir úr teningslöguðum
steinum, tuttugu þumlunga á
hvern veg. Féllu þeir mjög vel
hver að öðrum, og var allt þetta
mjög haganlega gert. Notað var
steinlím til að hindra leka. •—
Stokkurinn lá yfir þverána á
níutíu feta langri brú, sem sam-
anstóð af fimm þrjátíu feta há-
um bogum.
Sennacherib lauk við þessá
veitusmíði á einu ári og þrem
mánuðum og notaði til þess til-
tölulega lítinn mannafla. Verð-
ur það að teljast mjög góður
árangur. Þegar verkið var nærri
fullgert, sendi hann tvo presta
til efri enda veitunnar til að
sjá um trúarlega athöfn við hina
formlegu opnnn.
En áður en að þvi kom, gerð-
ist dálitið óhapp. Flóðgáttar-
opið opnaðist sjálfkrafa undan
þunga vatnsins áður en kóngur-
inn gaf fyrirskipun sína, og vatn-
ið tók að renna eftir stokknum.
Sennacherib setti þetta atvik
undir eins i samband við æðri
máttarvöld og leit á það sem
góðs vita, — að guðirnir væru
orðnir óþolinmóðir eftir að sjá
mannvirkið komast í gang.
Sennacherib gaf því fyrirskip-
anir um, að skemmdirnar skyldu
lag'færðar og lét fórna guðun-
um uxa og sauði. Þetta hlýtur
án efa að hafa komið smiðunum
ánægjulega á óvart, því sjálfsagt
hafa þeir verið orðnir uggandi
um hag sinn. Það þurfti oft ekki
mikið til, að einvaldskonung-
arnir gerðu þegna sína höfðinu
styttri.
Árið 681 fyrir Krist gerði
sonur Sennacheribs samsæri