Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 47
HJARNI í ÁSGARÐI
á hringuna. Hann var snögg-
klæddur, treyjulaus, í vesti.
Hann gekk jafnan (þegar ég sá
hann) í svörtum klæöisfötum.
Hann vra meðalmaður á hæð, en
gildvaxinn og þykkur undir
hönd og varð nokkuð holdugur
með aldrinum. Hann var fríð-
leiksmaður, ijós í andliti, nef-
fríðnr, augun falleg og snör og
yfirleitt bar hann það með sér
hvar scm hann sást, að hér fór
enginn meðalmaður.
Bjarni tók mér með kostum og
kynjum, og sýndi þá rækilega,
að hann gerði sér ekki manna-
mun, þegar gesti bar að garði.
Sömu rausnarlegu viðtölrurnar
hlutu allir. Hann leiddi mig í
betri stofuna og sat hjá mér með-
an ég stóð við og rabbaði við
mig, ijúflega og hófsamlega —
og nú voru ekki uppi neinir gróf-
gerðir orðaleppar, þegar ég, ný-
fermdur unglingurinn átti í hlut.
Bjarni lét bera mér veitingar.
Og nú gerðist það, sem mér
fannst þá skuggi á þessari
skemmtilegu heimsókn, en mér
þykir nú spaugilegt að minnast.
Bjarni var alþekktur •— að ekki
sé sagt alræmdur fyrir að halda
mjög að gestum sinum veiting-
um, ekki sizt ef galsi hljóp í
hann, sem ekki var, að vísu,
nú. En ekki brá hann samt vana
sinum. „Foreldrar þínir eiga
55
það ekki að mér, að þú farir
svangur frá Ásgarði í fyrsta sinn
sem þú kemur,“ sagði hann. Inn
var borið hlaðið fat af brauði
og kökum, og fyrst kanna með
mjólk, minnir mig að Bjarni léti
mig drekka úr henni fimm glös,
að vísu ekki stór. Þá var borin
inn rjúkandi kaffikanna, en ég
var lítill kaffimaður í þá daga.
En ekki komst ég hjá að drekka,
enda var ég heldur uppburðar-
lítill þá og mátti min iítils gagn-
vart þessum sterka persónuleika.
En þegar hann hafði látið mig
drekka tvo væna bolla þraut
mig örindið. Ég mannaði mig
upp, gerði uppreisn og þver-
neitaði að drekka meira, enda
var mér orðið eitthvað svinnð
innan brjósts og Þór hefir hlotið
að vera i liöll Útgarðaloka, er
hann svalg af hafinu og saup
borð á. Við Bjarni kvöddnmst
með virktum. Ég staulaðist aust-
ur fyrir túngarðinn, kastaði mér
þar i laut og lá þar þangað til
mér hægðist. Ég hafði sannar-
lega ekki farið svangur frá Ás-
garði.
Bjarni í Ásgarði er horfinn
af sjónarsviðinu fyrir allmörg-
um árum og er óhætt að segja,
að sjónarsviptir var að honum.
Og nii þegar ég hugleiði minn-
ingu hans, kemur mér i hug
snilldarlýsing Fornólfs gamla á