Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 29
FRVMSTÆÐASTI MAÐUR JARÐARINNAR
en að hlaupa beiní af augum.
Hann skoðar jörðina og lætur
fátt fram hjá sér fara. Ég hef
ferðazí með honum yfir svæði,
þar sem ég gat ekki séð merki
eftir neina lifandi veru, en hann
var ekki lengi að sjá, hvar'snák-
ur hafði skriðið og froskur
hoppað.“
„Hvernig ná frumbyggjarnir
i vatn á þurrkatímunum?“
spurði ég.
„Þá leita þeir uppi deiglendi
eða lægð, þar sem vatn hefur
sigið niður, og grafa þar. Ef þeir
eru heppnir, lenda þeir á blaut-
um sandi. Þennan sand setja
þeir upp í sig og sjúga úr hon-
um vatnið.“
„En ef þeir eru ekki svo
heppnir að finna þennan sand“
spurði ég.
„Þá leita þeir að kjarrtegund-
um, sem halda vatni í rótunum,
og grafa ræturnar upp og tyggja
þær. Til er frosktegund, sem
belgir sig upp af vatni í regn-
tíðinni tii að lifa á yfir þurrk-
tímann. Að klófesta svona frosk
er það sama og að fá í hendur
Iítinn poka, fullan af vatni.
„En ekki fá þeir nú mikið
vatn með þessu móti,“ sagði ég
efafullur.
„Athugaðu það“, svaraði vin-
ur minn, „að þetta fólk hefur
þjálfað sig upp i að komast af
:t7
með sem allra minnst vatn. Hef-
urðu tekið eftir hvað þau spara
kraftana og þar með svitaút-
gufunina? Það er mjög merki-
legt. Boomerang-ið hefur orðið
til af þessari nauðsyn. Ef þeir
hitta ekki bráðina, þurfa þeir
ekki að eyða orku í að sækja
vopnið, — það flýgur til þcirra
aftur. Og tókstu ekki eftir, að
strákarnir veiddu maurana á
hagkvæmasta máta: þeir biðu
rólegir eftir að þeir skriðu upp
úr holunni?"
Ég kinkaði kolli, og hann hélt
áfram: „Þeir sá aldrei í jörð-
ina til neinnar uppskeru. En
þeir notfæra sér vel allt það,
sem vex villt. Þeir jafnvel kasta
ekki frá sér brauðrótinni, þótt
hún sé eitruð eins og liún kem-
ur fyrir beint af jörðinni. Þeir.
merja hana og láta hana á klett
til að sól og regn hrcinsi hana.
En sá tími getur tekið þrjú ár.
En eftir svona langan tima muna
þeir ótrúlega vel eftir þessum
geymslustöðum."
Nú heyrum við hundinn
gjamma hvellt. Það er hljóðbært
þarna úti í kyrrðinni. Móðirin
og piltarnir litu í áttina áköfu
augnaráði. Geltið benti til þess,
að eitthvað væri um að vern, og
siðast heyrðist bofs, sem lýsti
fögnuði.
Konan korfði til vinar mins
og sagði eitthvað. „Þetta er