Úrval - 01.07.1970, Síða 22

Úrval - 01.07.1970, Síða 22
20 TJRVAL maringen. Og móðir hans var Marie drottning, sem var þekkt fyrir sína miklu fegurð og glaðværð. Þegar Carol var orðinn 25 ára og krón- prins Rúmeníu, hljópst hann á brott til Odessa í Rússlandi með stúlku einni af alþýðuættum, Zizi Lam- brino að nafni, og gekk þar í borg- aralegt hjónaband með henni, en hjúskaparskilmálarnir kváðu svo á um, að hún tæki ekki drottningar- tign. Fjölskylda hans varð honum bálreið. Innan árs hafði hún neytt hann til þess að láta ógilda gifting- una, þótt kona hans væri í þann veginn að ala honum barn. Zizi Lambrino var neydd til þess að fara í útlegð ásamt syni sínum, er hlaut nafnið Mircea. Þau fengu lífeyri frá rúmensku stjórninni og bjuggu í París og augsýnilega við allgóð efni. En drengurinn bar ekki ættar- nafn föður síns og hlaut enga nafn- bót. Héléne hafði hafnað í ófarsælu hjónabandi, áður en þetta gerðist. Hún var aðeins 16 ára gömul, þegar hún var gift rúmenskum liðsfor- ingja, Tampeanu að nafni. Ham- ingja þeirra varð endaslepp. Þau komust brátt að því, að þau áttu ekkert sameiginlegt og að þeim fannst þýðingarlaust að eyða æv- inni saman. Þau gerðu samt ekkert í málinu, þegar Rúmenía flæktist í fyrri heimsstyrjöldina. Héléne og móðir hennar tóku að vinna að líknarstörfum, meðan eiginmenn þeirra voru á vígstöðvunum. Eftir að stríðinu lauk, fékk Héléne skiln- að og fluttist heim til foreldra sinna. Eftir að foreldrar Carols höfðu „bjargað" honum undan áhrifavaldi Zizi Lambrino, ákváðu þau að út- vega honum gott, konunglegt gjaf- orð. Snemma árs 1821 giftist hann því Helenu Grikklandsprinsessu. Hjónavígslan fór fram í Aþenu með allri þeirri viðhöfn, sem sæmir kon- unglegum fjölskyldum, er þær tengjast böndum. Rétt undir árslok fæddist þeim svo sonur, er hlaut nafnið Michael. Hjónaband þeirra Carols og Hel- enu var dæmigert konunglegt hjónaband, þar sem ekki var fyrst og fremst tekið tillit til þess, hvort aðiljar bæru ást hvort til annars. Carol mat fegurð Helenu og mann- kosti mikils, en hann bar ekki ást til hennar. Brátt tók hann að leita hamingjunnar annars staðar. Sagt er, að fundum þeirra Ma- dame Lupescu hafi borið saman öðru sinni í Búkarest árið 1925. Einnig er sagt, að þess hafi verið farið á leit við hana, að hún héldi úr landi vegna sambands síns við hann. Það var um þetta leyti, sem Carol lenti í ofsalegum deilum við fjöl- skyldu sína og Jon Bratianu, for- sætisráðherra Rúmeníu, sem var geysilega valdamikill. Carol bar þá ásökun fram á hendur Bratianu, að hann væri að leiða landið út í glöt- un. Þetta missætti Carols og fjöl- skyldunnar átti eftir að verða lang- ætt, hvort sem fjölskylda hans vissi af kunningsskap hans við Madame Lupescu eða ekki og hvort sem slík hugsanleg vitneskja hefur verið or- sök þessarar deilu eður ei.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.