Úrval - 01.07.1970, Síða 24

Úrval - 01.07.1970, Síða 24
22 ÚRVAL Ári síðar skildi Helena prinsessa, móðir Michaels konungs, við Carol í Rúmeníu. Skilnaðarorsökin var talin vera sú, að Carol hefði „yfir- gefið hana og komið fram við hana á móðgandi hátt“. Það hefði mátt halda, að Carol hefði glaðzt við að eiga nú frelsi í vændum, en hann reiddist mjög orðalagi ásökunar hennar. Carol reyndi að hindra það, að skilnaðarmálið næði fram að ganga. Hann hélt því fram, að hon- um væri meinað að koma til Rúm- eníu vegna baktjaldamakks ríkis- stj órnarinnar og væri hann því eigi sekur um að hafa yfirgefið konu sína. En hann neyddist til þess að láta af mótstöðu sinni í skilnaðar- málinu, og það náði fram að ganga. Gefin var út yfirlýsing um, að þau væru skilin. Ástandinu hrakaði stöðugt í Rúmeníu, meðan á þessu stóð. Þjóðin varð illa úti í heimskreppu þeirri, sem sigldi í kjölfar loka heimsstyrjaldarinnar fyrri. Rúm- enía er mikið hveitiræktarland, og nú féll hveitiverðið stöðugt. Bænd- urnir gerðust nú mjög órólegir, en þeir voru sterkt stjórnmálalegt afl í Rúmeníu. Jon Bratianu forsætis- ráðherra var nú látinn. Konungur- inn var aðeins lítill drengur, og stjórn ríkisstjórnarráðsins gekk á afturfótunum. Mikill hluti rúmensku þjóðarinn- ar vildi, að Carol tæki við völdum að nýju. Sumarið 1930 ákvað Carol að reyna að ná aftur völdum. Hann skildi Madame Lupescu eftir á óð- alinu í Normandy (um stundar- sakir) og fór í járnbrautarlest til Munehen í Suður-Þýzkalandi. Það- an hélt hann til Rúmeníu í einka- flugvél, sem stjórnað var af frönsk- um flugmanni, Lalouette höfuðs- manni. Lalouette flaug með hann til Rúmeníu, en þar buðu Nicholas bróðir hans og rúmenski herinn hann velkominn til landsins. Þing- ið lýsti yfir því, að Carol hefði nú tekið við konungsstjórn, og Micha- el var veitt krónprinstign að nýju með óskertri virðingu. Allt hefði getað gengið snurðulaust, hefði Carol tekizt að komast að sam- komulagi við Helenu prinsessu, eig- inkonuna, sem hafði skilið við hann. En það hafði gerzt of margt og mikið til þess, að slíkt væri unnt. Þau gátu ekki gengið í hjóna- band að nýju, jafnvel þótt það væri aðeins af hagkvæmnisástæðum með tilliti til konungdæmisins. Aðeins nokkrum mánuðum eftir komu Carols til Rúmeníu, yfirgaf Helena landið og afsalaði sér tilkallinu til sonar síns. Það virtist ekki vera nein gild ástæða til þess, að Héléne Lupescu dveldi áfram í útlegð, þegar Carol var nú orðinn konungur að nýju og Helene prinsessa hafði yfirgefið landið. Því sneri hún aftur til Rúm- eníu, án þess að mikið bæri á, og settist að í húsi, sem var ekki langt frá konungshöllinni. Það tímabil, sem þá hófst, hlýt- ur að hafa verið hápunktur lífs þeirra. Carol hafði endurheimt konungstignina, og þau gátu notið samvistanna hvort við annað óhindrað, þótt tengsl þeirra væru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.