Úrval - 01.07.1970, Side 28

Úrval - 01.07.1970, Side 28
26 ÚRVAL bjuggum á afskekktum stað inni í skógum Virginíufylkis. Síminn hringdi. Hann svaraði honum niðri í anddyrinu, og ég tók um leið upp tækið, sem var í milli- sambandi inni í svefnherberginu. Frænka mín var í símanum. Eg hlustaði þögul, meðan hann út- skýrði aðstæðurnar fyrir henni. „Þetta er ekki satt,“ greip ég fram í. Þá fóru þau bæði að tala við mig. Þau svöruðu móðursýkiskenndum ásökunum mínum rólega og full- vissuðu mig um, að þeim þætti vænt um mig. Þeim tókst að tala um fyrir mér á sinn rólega og blíð- lega hátt, svo að ég opnaði hurð- ina klukkustundu síðar og lét skammbyssuna af hendi. Þessi ógnvænlegi atburður var hámark þróunar, sem hafði staðið í rúm tvö ár meS svolitlum hléum. Á þeim tíma hafði þunglyndi mitt smám saman aukizt. Það var um þess háttar þunglyndi að ræða, er oft grípur konur, er þær hætta að hafa tíðir. Þetta voru fyrstu kynni mín og mannsins míns af hinni furðulegu skuggaveröld geðbilun- arinnar. Og þessi fyrstu kynni mín voru ógnvænleg. Það voru engin dæmi um geð- sjúkdóma í ætt minni, hvorki í móðurættinni né föðurættinni. Við vorum öll mjög samrýmd. Þetta var glöð og ánægð fjölskylda í Mið- vestur-fylkjunum. Eg vissi auðvit- að, að það var til geðtruflað fólk, eins konar skuggaverur, sem voru lokaðar inni á hælum. En slíkt kom fyrir fólk langt í burt . . . fyrir eitt- hvert annað fólk. Lífið lék reyndar ekki alltaf við mig. Stundum var ég ofsaglöð og stundum mjög döpur á gangfræða- og menntaskólaárunum eins og gengur og gerist. Eg var ung að ár- um, er ég missti foreldra mína. En ég náði mér smám saman eftir þann missi. Sama var að segja um missi unnusta míns í síðari heimsstyrj- öldinni. Og er tímar liðu fram, tókst mér að vinna mig upp í skemmti- lega ábyrgðarstöðu á Austurströnd- inni sem ritstjóri mánaðarrits. Eg var alls ekkert unglamb leng- ur, er ég gifti mig. En hjónaband okkar var friðsælt og veitti okkur djúpa fullnægingu. Maðurinn minn var rithöfundur, og við fluttum inn í hús, sem hann hafði um hríð unn- ið við að reisa sjálfur án nokkurr- ar hjálpar. Við vorum innilega hamingjusöm. É'g gerði samning við bókaútgefanda, og samkvæmt honum gat ég notað frítíma minn frá húsverkum, garðyrkjustörfum og ferðalögum með manninum mín- um til þess að vinna að ritstörfum. Við vorum alls ekki rík, en við vor- um ekkert skuldug og höfðum í rauninni ekki við nein fjárhagsleg vandamál að stríða. TÍMASPRENGJA Svo fór þetta allt smám saman að breytast. í fyrstu var breyting- in svo hægfara, að maður varð hennar varla var. Það var sem allt gliðnaði smám saman í sundur og hamingjan rynni út um greipar okkar. É'g varð uppstökk og óskap- lega smámunasöm. Það þurfti jafn- vel ekkert tilefni til þess að hleypa mér upp. Það greip mig stundum óviðráðanleg reiðitilfinning. Einu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.