Úrval - 01.07.1970, Síða 30

Úrval - 01.07.1970, Síða 30
28 ÚRVAL sem við þekktum aðeins lítillega. ,,En þau búast ekki við okkur," sagði hann og hélt áfram heim á leið. Ég kippti ofsalega í stýrið og reyndi að ná því af honum. Hann hélt föstu taki um það, og því opn- aði ég bílhurðina og ætlaði að kasta mér út. Hann slengdi hægri hand- leggnum utan um hálsinn á mér, en hélt dauðahaldi í stýrið með þeirri vinstri, á meðan ég reif í stýrið með báðum höndum. Loks tókst mér að koma bílnum út í skurð. Nú hafði ég náð yfirhöndinni! Ef hann sleppti mér nógu lengi til þess að geta sett í afturábakgír og ekið aft- ur á bak upp úr skurðinum, gæfist mér áreiðanlega tækifæri til þess að kasta mér út úr bílnum. Sigur- tilfinning hríslaðist um mig alla. Hann sat kyrr og hélt mér fastri, þangað til ökumaður einn stanzaði og bauð honum aðstoð sína. Ókunni maðurinn ók bílnum aftur á bak upp úr skurðinum fyrir okkur. Stuttu síðar kom sállæknirinn mér á hæli, þar sem ég átti að fá raflostmeðferð. Þrem vikum síðar kom ég svo aftur heim. Ég var miklu rólegri, en mjög ringluð. Ég var þess fullviss, að meðferðin hefði eyðilagt heilann. En fjórum dögum síðar hrapaði ég niður í hyldýpið aftur. Þá ógnaði ég manninum mín- um með skammbyssu, eins og áður getur. Það var augsýnilegt, að það varð að grípa til einhverra áhrifa- mikilla úrræða í þessu máli. SÖNGUR ÖRVÆNTINGARINNAR Ég hafði gengið til sállæknis reglulega í tvö ár. Þar að auki hafði ég dvalið um hríð á hæli. Þetta hafði haft mjög mikinn kostnað í för með sér, svo að nú var efnahag- ur okkar að fara í hundana. Síðast- liðið ár höfðu tekjur mannsins míns minnkað mjög mikið, vegna þess að hann hafði ekki nægilegan tíma né næði til þess að vinna heima, vegna þess að þar var allt í uppnámi oft og tíðum. Við áttum ekki þá 10.000 dollara, sem það mundi kosta að dvelja í 3—4 mánuði á einkasjúkra- húsi. Ég yrði því að fara á eitt af hinum opinberu geðsjúkrahúsum fylkisins. Þetta var hinn algeri ósig- ur. Þetta var dómsdagur. Þetta var Gethsemane fyrir okkur. Ég gleymi aldrei þeim degi, er ég var úrskurðuð sem geðsjúklingur, er leggjast skyldi á geðsjúkrahús. Maðurinn minn hélt mér í faðmin- um í langan tíma, áður en við fór- um á fætur um morguninn. Við gát- um ekkert sagt. Hvorugt okkar gat getið sér þess til, hvað biði okkar í framtíðinni. Þetta var í febrúar, og það hafði geisað blindhríð, svo að vegirnir voru ófærir venjulegum fólksbílum. Við ókum því þessar 25 mílur til réttarhússins í óupphit- uðum jeppa. Það var enn hríð, svo að við sáum ekkert út úr augum. Það virtist sem það væri verið að þurrka allt líf út, líf mitt um leið og allt lífið í kringum mig. Til allrar hamingju var ég róleg, meðan verið var að ganga frá hin- um lögfræðilegu formsatriðum við- víkjandi innritun minni. Ég hélt í hönd mannsins míns og svaraði spurningum dómarans lágri og ró- legri röddu: „Þér skiljið þá, að það er verið að setja yður á opinbert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.