Úrval - 01.07.1970, Qupperneq 31

Úrval - 01.07.1970, Qupperneq 31
DVÖL MÍN í SKUGGA GEÐBILUNAR 29 geðsjúkrahús, er það ekki?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli án þess að segja nokkuð. „Farið þér þangað sjálfviljuglega?“ spurði hann einu sinni. „Ég vil helzt ekki fara,“ sagði ég örvæntingarfullri röddu, „en ég þrái það svo heitt, að mér batni.“ Dómarinn samþykkti að leyfa manninum minum að aka mér til sjúkrahússins, en það var 140 mílna leið. Ég átti að vera komin þangað klukkan 10 um kvöldið. Það snjóaði nú enn meira en áð- ur. Ég fór að reiðast. Þegar við sá- um bílagistihús rétt hjá þjóðvegin- um, skipaði ég manninum mínum að stanza þar. Hann reyndi að tala um fyrir mér, en það æsti mig bara upp. „Þér er heldur en ekki um- fram um að koma mér sem fyrst á geðveikrahæli, er það ekki?“ spurði ég hann. Fyrir mörgum árum hafði mað- urinn minn verið vanur að syngja fullum hálsi, þegar við vorum í ökuferðum. Nú fór hann allt í einu að syngja hástöfum, svo að ég gat heyrt söng hans vel þrátt fyrir há- vaðann í jeppanum. Þetta hafði sín áhrif. Ég róaðist strax. Og ég bað hann strax um annað lag, þegar þessu var lokið. Og hann hélt áfram að syngja næstum alveg stanzlaust, er við ókum þarna eftir þjóðvegin- um, sem var þakinn snjó. Þetta var fimm klukkustunda ferð. Og okkur var kalt. En hann söng allan þenn- an tíma. Ég man ekki vel eftir viðtökun- um, er ég kom til sjúkrahússins. En maðurinn minn segir, að allir hafi verið mér ósköp góðir. Hann ók beina leið heim aftur í þessari blind- hríð og kom þangað um áttaleytið næsta morgun. Hann sagði mér síð- ar, að þetta hefði verið ömurlegasti sólarhringur í lífi hans. ÉG JAFNA MIG Ömurlegasta tímabil ævi minnar var nú að hefjast. Alúðleg en ákveðin hjúkrunarkona fór nú með mig eftir endalausum göngum. Hún stanzaði við hverja hurðina af ann- arri og beið þess, að vökull vörður opnaði hina þungu hurð og læsti henni síðan aftur og myndaði þann- ig hverja hindrunina á fætur ann- arri á milli mín og eina heimsins, sem ég þekkti. Fyrstu dagana sat ég kyrr í pínu- litla herberginu mínu í þungum þönkum. Öðru hverju rauf hjúkr- unarfólkið sinnuleysi mitt með skipunum sínum, er það fékk mig til þess að taka inn vakalyf og ýms- ar pillur, eða smalaði sjúklingun- um saman til að matast í sameigin- legum matsal á matmálstímum. Athygli mín var mjög á reiki þessa fyrstu daga. Alls konar hugs- anir, sem voru ekki í neinum tengslum, þyrluðust um huga minn eins og hvirfilvindar. Hver skyn- villan og ímyndunin rak aðra. Það voru nokkrir spænskumælandi læknar þarna í sjúkrahúsinu. Þeir voru flóttamenn frá Kúbu. É’g varð alveg viss um, að Castro hefði tek- ið sjúkrahúsið og næsta nágrenni þess herskildi og lagt það undir Kúbu og að ég væri fangi hans. Smám saman tók ég að greina sjúklingana á deild minni sundur í einstaklinga, en fyrst í stað hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.